Enski boltinn

Markvörður Leeds þóttist ekki vita hvað N-orðið þýddi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kiko Casilla í leik með Leeds.
Kiko Casilla í leik með Leeds. vísir/getty

Kiko Casilla, markvörður Leeds, var á dögunum dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð og málsvörn hans hefur vakið athygli.

Casilla kallaði leikmann Charlton „N-orðinu“ svokallaða í leik liðanna í september. Fyri það fékk hann bannið langa.

Markvörðurinn sagðist ekki hafa vitað fyrr en mánuði síðar hvað þetta orð þýddi sem hann þó einhverra hluta vegna kunni. Hann sagðist ekki hafa lært mikla ensku.

Óháður dómstóll samþykkti að Casilla væri ekki rasisti og að orðanotkunin væri úr karakter. Dómstóllinn keypti þó ekki þá afsökun að hann þekkti ekki orðið almennilega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×