Peugeot 208 er bíll ársins 2020 í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. mars 2020 07:00 Peugeot e-208. Vísir/Brimborg Peugeot 208 fékk afgerandi flest stig í kjöri evrópskra bílablaðamanna á bíl ársins 2020. Hann fékk 281 stig á meðan Tesla Model 3 fékk 242 og Porsche Taycan fékk 222 stig. Það var því ekki við neina aukvisa að etja. Upphaflega voru 30 bílar prófaðir en að endingu voru sjö bílar í úrslitum. Auk 208 Model 3 og Taycan voru Renault Clio, Ford Puma, Toyota Corolla og BMW 1 í úrslitunum. Peugeot 208 fæst í dag bæði með bensínvél sem og í útfærslu sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og heitir þá e-208. Á heimasíðu Brimborgar, umboðsaðila Peugeot á Íslandi er talað um velgengni Peugeot í verðlaunasöfnun á undanförnum árum. Árið 2014 var 308 bíllinn valinn Bíll ársins í Evrópu, 2017 varð 3008 svo fyrir valinu. Peugeot 3008 hefur hlotið 67 alþjóðleg verðlaun. „Við elskum bíla. Dómnefndin samanstendur af miklum sérfræðingum og því sannur heiður að vinna, þetta kom okkur á óvart og veitti okkur mikla gleði,“ sagði Jean-Philippe, forstjóri Peugeot við afhendingu verðlaunanna. Rétt er að taka fram að Peugeot 208 kom ekki til greina við val BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á bíl ársins á Íslandi, enda hafði ný kynslóð af 208 ekki verið kynnt hérlendis þegar valið fór fram. Bílar Tengdar fréttir Aldrei fleiri rafbílar í úrslit í vali á bíl ársins í Evrópu Forvali á bíl ársins í Evrópu er lokið og hefur listi þeirra bíla sem keppa til úrslita verið opinberaður. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið á blaði. 26. nóvember 2019 14:00 Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið nafnbótina að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC. 16. október 2019 18:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Peugeot 208 fékk afgerandi flest stig í kjöri evrópskra bílablaðamanna á bíl ársins 2020. Hann fékk 281 stig á meðan Tesla Model 3 fékk 242 og Porsche Taycan fékk 222 stig. Það var því ekki við neina aukvisa að etja. Upphaflega voru 30 bílar prófaðir en að endingu voru sjö bílar í úrslitum. Auk 208 Model 3 og Taycan voru Renault Clio, Ford Puma, Toyota Corolla og BMW 1 í úrslitunum. Peugeot 208 fæst í dag bæði með bensínvél sem og í útfærslu sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og heitir þá e-208. Á heimasíðu Brimborgar, umboðsaðila Peugeot á Íslandi er talað um velgengni Peugeot í verðlaunasöfnun á undanförnum árum. Árið 2014 var 308 bíllinn valinn Bíll ársins í Evrópu, 2017 varð 3008 svo fyrir valinu. Peugeot 3008 hefur hlotið 67 alþjóðleg verðlaun. „Við elskum bíla. Dómnefndin samanstendur af miklum sérfræðingum og því sannur heiður að vinna, þetta kom okkur á óvart og veitti okkur mikla gleði,“ sagði Jean-Philippe, forstjóri Peugeot við afhendingu verðlaunanna. Rétt er að taka fram að Peugeot 208 kom ekki til greina við val BÍBB (Bandalags íslenskra bílablaðamanna) á bíl ársins á Íslandi, enda hafði ný kynslóð af 208 ekki verið kynnt hérlendis þegar valið fór fram.
Bílar Tengdar fréttir Aldrei fleiri rafbílar í úrslit í vali á bíl ársins í Evrópu Forvali á bíl ársins í Evrópu er lokið og hefur listi þeirra bíla sem keppa til úrslita verið opinberaður. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið á blaði. 26. nóvember 2019 14:00 Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið nafnbótina að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC. 16. október 2019 18:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
Aldrei fleiri rafbílar í úrslit í vali á bíl ársins í Evrópu Forvali á bíl ársins í Evrópu er lokið og hefur listi þeirra bíla sem keppa til úrslita verið opinberaður. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið á blaði. 26. nóvember 2019 14:00
Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið nafnbótina að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC. 16. október 2019 18:00