Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Olíuverð hefur lækkað á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Innkaupastjóri segir það koma greinilega fram á Íslandi. Mynd/Vísir. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús. Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús.
Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira