Áhrif kórónuveirunnar á vinnumarkaðinn Valur Þór Gunnarsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar upp eru komin nokkur tilfelli af kórónaveirusmiti hér á landi (e. COVID-19) vakna ýmsar spurningar hvernig íslenski vinnumarkaðurinn er í stakk búinn til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Munu vinnustaðir þar sem smit koma upp loka í 2 vikur? Munu starfsmenn hafa aðgang að nægilega góðum tólum og tækjum að heiman þannig að þeir geti sinnt vinnu sinni? Hvaða vinnustaðir munu ná að aðlaga sig og hverjir munu hægja á starfsemi sinni eða jafnvel loka tímabundið? Nú þegar hafa alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Nestle, Unilever og L’Oreal sett strangar reglur og jafnvel farbann á starfsfólk sitt og samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur frestað árlegri þróunarráðsstefnu sinni. Ég spái því að á næstunni munu fleiri vinnustaðir aðlaga sig breyttum aðstæðum og móta stefnu er gerir starfsfólki kleift að vinna fjarvinnu og þjónusta viðskiptavini án þess að ferðast á milli staða. Fyrirtæki munu setja upp vinnuferla er vinna gegn því að setja vinnufélaga og þá sem eru með veikburða ónæmiskerfi í ónauðsynlega smithættu. Það að sótthreinsa hurðarhúna, lyklaborð og kúlupenna verður jafn sjálfsagt og að fara og sækja sér kaffibolla. Fyrirtæki geta þegar í dag undirbúið sig og starfsfólk sitt fyrir að nýta tækni er auðveldar fjarsamskipti og þjónustu með rafrænum hætti. Nýir vinnuferlar kalla á nýjar lausnir Það þarf ekki að horfa út í heim fyrir lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að takast á við breyttar aðstæður. Vinnuveitendur þurfa að veita starfsfólki besta mögulega stuðning og taka frumkvæði við að móta nýja ferla þegar kemur að vinnuumhverfi starfsfólks. Ábyrgð okkar vinnuveitenda er að koma í veg fyrir smit svo að ekki skapist óþarfa álag heilbrigðiskerfið. Nota má fjarfundabúnað í stað þess að kalla starfsfólk saman. Nota má rafrænar samskiptaleiðir eins og Slack eða Microsoft Teams til að straumlínulaga samskipti. Nota má rafrænar undirritanir í stað þessa að skrifa undir á pappír. Huga þarf að þjálfun stjórnenda í samskiptum við undirmenn og setja skýrar væntingar til þess hvenær starfsfólk ætti að mæta til vinnu og hvenær ekki. Huga þarf að ferlum varðandi ferðalög og þátttöku starfsmanna í ráðstefnum. Að lokum má segja að áskoranir framundan séu tækifæri til stjórnenda til að gera meira en að læra réttan handþvott og nýjar leiðir til að heilsast. Tækifærin felast í því að skoða nýjar leiðir við að vinna vinnuna okkar án þess að það bitni á heilsu starfsfólks eða viðskiptavina. Höfundur er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Taktikal, hugbúnaðarfyrirtækis er sérhæfir sig í sjálfvirkum ferlum og lausnum fyrir rafrænar undirritanir.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun