Yrði mjög vont að missa heilbrigðisstarfsfólk úr vinnu í einhvern tíma Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. mars 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að ekki sé um bein fyrirmæli til heilbrigðisstarfsfólks að ræða þegar það er beðið um að fresta utanlandsferðum um sinn vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Verið sé að biðla til viðbragsaðila og heilbrigðisstarfsfólk um að vera ekki að ferðast vegna áhyggja af því að ástandið hér á landi gæti orðið það viðkvæmt vegna veirunnar að mjög vont væri að missa heilbrigðisstarfsfólk og fólk í framvarðasveit almannavarna úr landi, mögulega með þeim afleiðingum að það veikist eða þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að ástandið hér gæti orðið það viðkvæmt að við viljum ekki missa fólk, og sérstaklega heilbrigðisstarfsmenn, fólk sem er í framvarðasveit almannavarna úr landi þannig að það komi annað hvort veikt til baka eða þá þurfi hugsanlega að vera í sóttkví þannig að það gæti fljótt lamað þessa starfsemi þannig að við erum eiginlega að biðla til fólks þess vegna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í dag að sex starfsmenn Landspítalans sem komu frá Ítalíu um helgina séu í sóttkví vegna veirunnar. Aðspurður hvort heilbrigðisyfirvöld séu með einhvern þröskuld varðandi það hvað spítalinn gæti þolað mikla fjarveru starfsmanna segir Þórólfur svo ekki vera. Þá snúist málið ekki bara um Landspítalann. „Þetta snýst um heilbrigðiskerfið allt saman, heilsugæsluna og svo framvegis þannig að við erum bara svona almennt að biðla til fólks að það væri mjög vont að missa það úr vinnu í einhvern tíma.“ Hver ber fjárhagslegt tap ef maður afbókar? Heilbrigðisstarfsfólk hefur velt því upp á samfélagsmiðlum í dag hver réttur þess er ef það til dæmis afbókar ferð til útlanda vegna bónar heilbrigðisyfirvalda um að ferðast ekki og hvort að starfsfólkið sitji þá sjálft uppi með tapið af ferðinni. Valdís Ösp Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, velti þessu til að mynda upp í færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur töluverða athygli en hún kveðst hugsi yfir þessari bón til heilbrigðisstarfsmanna. „Það fer nú að nálgast ár frá því að samningar við hjúkrunarfræðinga urðu lausir. Það hefur ekki náðst samningagrundvöllur á öllum þessum tíma, hvernig kaupum og kjörum í vinnu skuli háttað. Samt sem áður reyna yfirvöld nú að stjórna frítíma okkar. Ef heilbrigðisstarfsfólk á bókað ferð sem það fer ekki í til að vera samviskusamur samfélagsþegn, tekur hann þá einnig á sig tilfallandi kostnað vegna forfalla í ferðina?“ segir í færslu Valdísar. Spurður út í þetta og réttindi starfsfólksins, til dæmis með tilliti til fjárhagstaps, segir Þórólfur að það sé erfitt fyrir sig að segja eitthvað ákveðið um það. „Og ég held að fólk verði bara að finna út úr því. Við erum að biðla til fólks, þetta eru ekki fyrirmæli og fólk er örugglega í mjög ólíkri stöðu hvernig það getur samið um það og hvort það geti samið um það við sinn atvinnurekanda eða á annan máta en það er örugglega mjög misjafnt. En það eru mjög margir sem hafa afbókað sínar ferðir og ég veit ekki nákvæmlega hvernig menn finna út úr því með fjárhagstap og annað slíkt,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira