Golf

Valdís Þóra endaði í 21. sæti í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valdís lauk leik í 21. sæti.
Valdís lauk leik í 21. sæti. GETTY/MARK RUNNACLES

Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 21. sæti á NSW mótinu sem fram fór í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Lék hún lokahring mótsins á pari vallarins.

Valdís Þóra lék alls þrjá af fjórum hringjum sínum á mótinu á pari vallarins en á öðrum degi fór hún hringinn á tveimur höggum yfir pari. Fyrir vikið fékk hún 2800 evrur í sinn vasa sem og mikilvæg stig á stigalista Evrópumótaraðarinnar.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einnig á mótinu en hún náði sér aldrei strik. Þó hún hafi komist í gegnum niðurskurð mótsins þá dugði það skammt en hún lék sína fjóra hringi á alls 22 höggum yfir pari.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra á pari í nótt

Valdís Þóra lék á pari á þriðja hring NSW Open golfmótsins í nótt. Guðrún Brá lék á 9 höggum yfir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×