BGS óskar eftir aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. mars 2020 07:00 Bílgreinasambandið óskar aðgerða til handa fyrirtækjum sem eiga aðild að BGS. Vísir/Vilhelm Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. „Okkar tillaga er þríþætt en það eru þættir sem við teljum að geti aðstoðað fyrirtæki og einstaklinga starfandi í bílgreinum að komast í gegnum það erfiða tímabil sem við erum að horfa til. Við leggjum til niðurfellingu tryggingagjalds næstu þrjá mánuði, breytingu á gjalddaga vegna vörugjalda og að útvíkka verkefnið „Allir vinna”, segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. „Það er mikilvægt að fyrirtæki almennt og þá ekki bundið við fyrirtæki innan bílgreinarinnar, fái að fella niður greiðslur vegna tryggingagjalda eða fresta þeim næstu þrjá mánuði. Lög um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga) voru samþykkt sl. föstudag. Eindagi staðgreiðslu vegna tekjuskatts og útsvars launamanna og tryggingagjalds var 16. mars, en samkvæmt lögunum frestast eindagi helmings upphæðarinnar til 15. apríl. Þarna var tekið lítið en jákvætt skref en við viljum sjá stjórnvöld ganga lengra hvað þetta varðar,” segir hún. María segir að bílaumboð séu oft með gríðarlega háar fjárhæðir og þungar greiðslur vegna vörugjalda ökutækja. „Með því að heimila þeim að skipta greiðslum niður í tvo gjalddaga myndi létta undir með þeim til að komast í gegnum það tímabil sem við erum að sjá fram á næstu mánuðina. Fyrirsjáanlegt er að stór viðskiptavinahópur bílaumboðanna sé að takast á við miklar áskoranir og munu þær hafa bein áhrif á rekstur bílaumboða. Með því útvíkka verkefnið „Allir vinna“ geti eigendur ökutækja á sama hátt og með íbúðarhúsnæði sitt sótt endurgreiðslu af virðisaukaskatti vegna viðgerða á ökutæki sínu. Endurgreiðsla væri að sjálfsögðu háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattskrá á þeim tíma sem vinnan er innt af hendi.”María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Vísir/BGSVilja fá sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóði koma að málumMaría telur að stjórnvöld hafi brugðist mjög hratt við tillögum vinnumarkaðarins. „Við fögnum þeirri samstöðu og þeim skilningi sem stjórnvöld eru að sýna. Hins vegar er mikilvægt að fleiri aðilar taki þátt og að stjórnvöld séu ekki ein að leggja sitt af mörkum. Það er mikilvægt að sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóðir í landinu séu einnig fljót að bregðast við og aðstoði þjóðina að komast í gegnum þann ólgusjó sem framundan er.” María segir að sveitarfélög geti komið til móts við atvinnulífið með því að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði tímabundið og jafnframt veitt fyrirtækjum greiðslufrest af því sem þá stendur eftir. „Launagreiðslur eru sífellt að verða þungbærari pakki fyrir fyrirtækin í landinu og hefur engin atvinnurekandi farið varhuga af því. Því er mikilvægt að aðilar á markaði komi sér saman um að fresta öllum launahækkunum sem gert var ráð fyrir nú á næstu mánuðum fram á haustið. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig tækifæri til að leggja sitt af mörkum og veita frest á greiðslum lífeyrissjóðsiðgjalda. Staða flesta sjóða er góð og því ætti að vera svigrúm til að veita greiðslufrest. Launagreiðslur eru forgangur flestra fyrirtækja og er það einnig hagur lífeyrissjóðanna að létta undir með fyrirtækjunum þegar horft er til lengri tíma,” segir María ennfremur. Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent
Bílgreinasambandið hefur sent stjórnvöldum tillögur að aðgerðum fyrir fyrirtæki í viðskiptum með ökutæki sem stjórnvöld gætu ráðist í vegna áhrifa COVID-19 veirunnar. „Okkar tillaga er þríþætt en það eru þættir sem við teljum að geti aðstoðað fyrirtæki og einstaklinga starfandi í bílgreinum að komast í gegnum það erfiða tímabil sem við erum að horfa til. Við leggjum til niðurfellingu tryggingagjalds næstu þrjá mánuði, breytingu á gjalddaga vegna vörugjalda og að útvíkka verkefnið „Allir vinna”, segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. „Það er mikilvægt að fyrirtæki almennt og þá ekki bundið við fyrirtæki innan bílgreinarinnar, fái að fella niður greiðslur vegna tryggingagjalda eða fresta þeim næstu þrjá mánuði. Lög um breytingu á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um tryggingagjald (frestun gjalddaga) voru samþykkt sl. föstudag. Eindagi staðgreiðslu vegna tekjuskatts og útsvars launamanna og tryggingagjalds var 16. mars, en samkvæmt lögunum frestast eindagi helmings upphæðarinnar til 15. apríl. Þarna var tekið lítið en jákvætt skref en við viljum sjá stjórnvöld ganga lengra hvað þetta varðar,” segir hún. María segir að bílaumboð séu oft með gríðarlega háar fjárhæðir og þungar greiðslur vegna vörugjalda ökutækja. „Með því að heimila þeim að skipta greiðslum niður í tvo gjalddaga myndi létta undir með þeim til að komast í gegnum það tímabil sem við erum að sjá fram á næstu mánuðina. Fyrirsjáanlegt er að stór viðskiptavinahópur bílaumboðanna sé að takast á við miklar áskoranir og munu þær hafa bein áhrif á rekstur bílaumboða. Með því útvíkka verkefnið „Allir vinna“ geti eigendur ökutækja á sama hátt og með íbúðarhúsnæði sitt sótt endurgreiðslu af virðisaukaskatti vegna viðgerða á ökutæki sínu. Endurgreiðsla væri að sjálfsögðu háð framlagningu fullgildra reikninga frá seljanda þjónustunnar, þ.m.t. verður seljandi þjónustunnar að vera skráður á virðisaukaskattskrá á þeim tíma sem vinnan er innt af hendi.”María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Vísir/BGSVilja fá sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóði koma að málumMaría telur að stjórnvöld hafi brugðist mjög hratt við tillögum vinnumarkaðarins. „Við fögnum þeirri samstöðu og þeim skilningi sem stjórnvöld eru að sýna. Hins vegar er mikilvægt að fleiri aðilar taki þátt og að stjórnvöld séu ekki ein að leggja sitt af mörkum. Það er mikilvægt að sveitarfélög, stéttarfélög og lífeyrissjóðir í landinu séu einnig fljót að bregðast við og aðstoði þjóðina að komast í gegnum þann ólgusjó sem framundan er.” María segir að sveitarfélög geti komið til móts við atvinnulífið með því að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði tímabundið og jafnframt veitt fyrirtækjum greiðslufrest af því sem þá stendur eftir. „Launagreiðslur eru sífellt að verða þungbærari pakki fyrir fyrirtækin í landinu og hefur engin atvinnurekandi farið varhuga af því. Því er mikilvægt að aðilar á markaði komi sér saman um að fresta öllum launahækkunum sem gert var ráð fyrir nú á næstu mánuðum fram á haustið. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig tækifæri til að leggja sitt af mörkum og veita frest á greiðslum lífeyrissjóðsiðgjalda. Staða flesta sjóða er góð og því ætti að vera svigrúm til að veita greiðslufrest. Launagreiðslur eru forgangur flestra fyrirtækja og er það einnig hagur lífeyrissjóðanna að létta undir með fyrirtækjunum þegar horft er til lengri tíma,” segir María ennfremur.
Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Innlent
16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00