Bað fólk að sýna samstöðu vegna röskunar á skólastarfi Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2020 17:08 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira