„Klárum þetta í júlí“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2020 08:29 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. Hann hafði ekki frekari upplýsingar um málið þegar Vísir náði tali af honum í morgun en sagði að áætlunin væri þannig að þegar grunur er um smit fari fulltrúar frá Brunavörnum Suðurnesja með sjúkraflutningamönnum í hlífðarbúnaði um borð í vélina og flytja einstaklinginn sem grunaður er um smit frá borði. „Það fer eftir því hvernig staðan er inni í vélinni og annað hvernig það er gert. Það er reynt að gera það með þá sem minnstu raski fyrir alla aðra farþega. Ég hef ekki heyrt annað en að þetta hafi verið eins og áætlunin hafi gert ráð fyrir,“ segir Víðir. Það hvort farþeginn sé færður úr vélinni á undan öðrum farþegum sé til dæmis metið eftir því hvar viðkomandi sé í vélinni. „Þetta er áætlun sem við notum fyrir öll svona tilfelli þannig að það fer bara dálítið eftir því hvernig viðkomandi er, hvort hann er mikið veikur eða annað slíkt.“ Sýni sé tekið af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Það sé yfirleitt gert þegar einstaklingurinn er kominn úr vélinni. „Og svo fer viðkomandi í ferli. Ef hann getur verið í einangrun heima hjá sér þá gerir hann það, annars getur hann fengið aðstöðu hjá okkur á meðan verið er að bíða eftir niðurstöðum úr þessu.“Horfa má á viðtal við Víði úr Bítinu í morgun í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Erlendir ferðamenn í sóttkví á sóttvarnaheimilinu Spurður hvort sóttvarnaheimilið við Rauðarárstíg sem virkjað var fyrr í mánuðinum hafi verið nýtt af mörgum segir Víðir um sex til sjö erlenda ferðamenn hafa fengið þar inni. Hann viti ekki hversu margir séu þar núna en einhverjir ferðamenn séu þar í sóttkví. Enginn sé í einangrun vegna smits. Þá kveðst Víðir ekki hafa heyrt af neinum vandræðum í tengslum við samkomubannið sem tók gildi á eina mínútu yfir miðnætti í nótt. „Ég held að það séu bara allir á þessari línu að reyna að átta sig á hvað þetta þýðir fyrir þá og næstu dagar munu fara aðeins í það,“ segir Víðir. Hann var spurður út bóluefni vegna veirunnar í Bítinu á Stöð 2 í morgun. Benti Víðir á að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði sagt það margoft að í þeim tímaramma sem yfirvöld hér væru að vinna í værum við ekki að fara að fá bóluefni. Þessi tímarammi væri um tólf vikur. „Þrír mánuðir, við erum að horfa á það. Við höfum talað um átta til tólf vikur. Þá erum við að tala um þessa kúrvu sem við höfum verið að birta. Við viljum ekki fá hana bratta, við viljum teygja úr henni. Brött kúrva eins og við höfum séð í sumum löndum, það hafa verið kannski átta vikur, níu vikur en við erum að tala um í okkar tilfelli tólf vikur. Þannig að ég hef verið að segja við fólk „Klárum þetta í júlí.“ Tökum skemmtilega helgi fyrstu helgina í júlí og það verður grill um allt land,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira