Enski boltinn

Arteta á batavegi

Ísak Hallmundarson skrifar
Arteta mun vonandi ná skjótum bata
Arteta mun vonandi ná skjótum bata vísir/getty
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, greindist með Kórónuveiruna á fimmtudaginn. Hann greinir frá því á twitter að hann sé strax á batavegi.

Miklar sviptingar hafa einkennt íþróttalíf heimsins síðust þrjá daga. Öllum sterkustu deildum Evrópu hefur verið frestað og þá hefur öllum helstu atvinnumannadeildum og háskóladeildum í Bandaríkjunum einnig verið frestað í mánuð.

,,Takk fyrir stuðninginn. Mér er strax farið að líða betur. Við erum öll að glíma við stórt og ófyrirsjáanlegt vandamál. Almenn heilsa er það eina sem skiptir máli þessa stundina. Hjálpum hvert öðru með því að fylgja á eftir fyrirmælum og saman munum við komast í gegnum þetta. Hrós á Úrvalsdeildina fyrir að taka réttar ákvarðanir,‘‘ sagði Arteta. 








Tengdar fréttir

Neyðar­fundur hjá ensku úr­vals­deildinni á morgun

Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun.

Arteta með kórónuveiruna

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×