Enski boltinn

Moyes fór sjálf­viljugur í sótt­kví eftir að hafa knúsað Arteta um síðustu helgi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes og Arteta um síðustu helgi.
Moyes og Arteta um síðustu helgi. vísir/getty
David Moyes, stjóri West Ham, fór sjálfviljugur í tveggja vikna sóttkví eftir að hafa tekið í höndina og knúsað Mikel Arteta, stjóra Arsenal, um síðustu helgi. Arteta var í gærkvöldi greindur með kórónuveiruna.

Moyes sýndi ekki nein einkenni veirunnar en vildi ekki taka neina áhættu og fór strax í sóttkví til þess að forðast veiruna. West Ham tapaði fyrir Arsenal um síðustu helgi þar sem stjórarnir féllust í faðma.

Arteta er einnig í sóttkví eftir að hafa verið greindur í gærkvöldi en hann er ekki eini Arsenal-maðurinn sem er í sóttkví því allt aðallið félagsins sem og þjálfarateymi félagsins er í sóttkví.

Enska úrvalsdeildin ákvað í dag að fresta öllum leikjum í deildarkeppni landsins þangað til 4. apríl að minnsta kosti. Enska knattspyrnusambandið hefur einnig frestað landsleikjum gegn Ítalíu og Danmörku.








Tengdar fréttir

Neyðar­fundur hjá ensku úr­vals­deildinni á morgun

Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu í kvöld. Sú fyrri hljóðaði þannig að spilað væri um helgina en eftir að Mikel Arteta greindist með kórónaveiruna verður haldinn neyðarfundur á morgun.

Arteta með kórónuveiruna

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er með kórónuveiruna. Þetta staðfesti Lundúnarfélagið í yfirlýsingu sem þeir birtu nú undir kvöld á miðlum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×