Enski boltinn

Spilað í ensku úrvalsdeildinni um helgina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og félagar mæta Liverpool á mánudag.
Gylfi og félagar mæta Liverpool á mánudag. vísir/getty
Enska úrvalsdeildin mun halda áfram um helgina eins og ekkert hafi í skorist en flestar deildir eru komnar í pásu vegna kórónuveirunnar.

Úrvalsdeildin gaf frá sér yfirlýsingu seint í kvöld þar sem kemur fram að umferðin sem stóð til að leika um helgina fari enn fram eins og áætlað var. Ekki stendur heldur til að leika án áhorfenda.







Bæði Ítalía og Spánn hafa frestað sínum deildum næstu vikurnar og búið er að fresta tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. Einnig er óvíst hvað verður um EM 2020.

Englendingarnir láta þetta þó ekki stöðva sig og ætla að spila um helgina en heil umferð fer þá fram. Sjö leikir eru á laugardag, tveir á sunnudag og umferðinni lýkur með grannaslag Everton og Liverpool á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×