Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:19 Einar Árni á hliðarlínunni. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira