Stýrivextir lækkaðir um hálft prósentustig Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 08:01 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. si Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,50 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 2,25% og hafa aldrei verið lægri. Jafnframt hefur nefndin ákveðið að lækka meðaltalsbindiskyldu innlánsstofnana úr 1% niður í 0%. Föst bindiskylda verður áfram 1%. Til stóð að peningastefnunefndin myndi kynna ákvörðun sína í næstu viku en ákveðið var í gær að flýta henni til dagsins í dag. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að viðbúið væri að stýrivextir yrði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar. Í rökstuðningi peningastefnunefndar segir að lækkun „meðaltalsbindiskyldunnar og breytt meðferð á föstu bindiskyldunni í lausafjárreglum munu rýmka lausafjárstöðu bankanna og auka svigrúm þeirra til að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum.“Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdirMeð þessum aðgerðum sé slakað nokkuð á taumhaldi peningastefnunnar í ljósi versnandi efnahagshorfa í kjölfar aukinnar útbreiðslu COVID-19-veirunnar. „Peningastefnunefnd mun áfram fylgjast grannt með framvindu efnahagsmála og nota þau tæki sem nefndin hefur yfir að ráða til að styðja við þjóðarbúskapinn.“ Vísir birtir beina vefútsendingu af kynningarfundi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra þar sem þau gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar. Útsendingin hefst klukkan 10.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45 Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24 Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Viðbúið að kórónuveiran leiði til vaxtalækkunar Viðbúið er að stýrivextir verði lækkaðir vegna áhrifa kórónuveirunnar að sögn seðlabankastjóra. Seðlabankinn mun tryggja lausafé bankanna til að mæta fyrirtækjum sem gætu lent í erfiðleikum á meðan faraldurinn gengur yfir. 4. mars 2020 18:45
Seðlabankinn flýtir vaxtaákvörðun sinni Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku. 10. mars 2020 17:24