Pekingsáttmálinn ítrekaður og staðfestur á ný Heimsljós kynnir 10. mars 2020 10:00 Frá upphafi fundarins í gær. UN Women Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York er fámennur að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Aðeins fastanefndir ríkjanna ásamt kvennasamtökum í New York taka þátt í fundinum í ár. Engu að síður hófst fundurinn í gær og samþykkt var yfirlýsing þar sem Pekingsáttmálinn frá 1995 var ítrekaður og staðfestur á ný. Þema fundarins í ár – 64. fundar Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW64) – er stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir samþykkt Pekingsáttmálans. Samkvæmt frétt UN Women á Íslandi er yfirleitt gefin út pólitísk yfirlýsing í lok fundar en í ár liggur fyrir samkvæmt úttektum og stöðumati á stöðu kvenna og stúlkna gagnvart Pekingsáttmálanum, að markmiðum sáttmálans hafi ekki verið náð. „Auk þess virðist sem heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur,“ segir í fréttinni. UN Women segir að um leið og leiðtogar aðildarríkja SÞ endurstaðfesti og ítreki pólitískan vilja til breytinga, viðurkenni þeir um leið nýjar áskoranir við að jafna stöðu kvenna og stúlkna sem krefjast öflugra aðgerða og samstillts átaks ríkjanna, sérstaklega þegar kemur að eftirfarandi atriðum:Gera öllum stúlkum og konum kleift að mennta sig, með sérstöku tilliti til iðn- og tæknigreinaTryggja konum og stúlkum jafna og raunverulega þátttöku til áhrifa og valda á öllum stigum og sviðum samfélagsinsTryggja konum efnahagslega valdeflingu, t.a.m. jöfn atvinnutækifæri, jöfn laun, félagslegt öryggi og lánshæfi.Takast raunverulega á við misskiptingu á ólaunuðum umönnunar- og heimilisstörfum sem konur og stúlkur sinna í mun meiri mæliTakast raunverulega á þeim misskiptu áhrifum sem loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á konur og stúlkurAfnema skaðlega siði og ofbeldi gegn konum og stúlkumVernda konur og stúlkur í vopnuðum átökum og tryggja aðkomu kvenna í friðarviðræðum og málamiðlunum.Viðurkenna rétt kvenna og stúlkna til að hljóta heilbrigðisþjónustuTakast á við hungur og vannæringu kvenna og stúlkna. Í frétt UN Women segir að þar að auki hafi ríkin lýst yfir vilja til að útrýma lögum sem mismuna konum og stúlkum með einhverjum hætti, brjóta niður kerfislægar hindranir sem konur verða fyrir innan kerfa og félagsleg norm sem mismuna konum og stúlkum á einhvern hátt, auk þess að berjast gegn stöðluðum ímyndum kynjanna sem hindra framgang kvenna og stúlkna, meðal annars í fjölmiðlum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent
Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York er fámennur að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Aðeins fastanefndir ríkjanna ásamt kvennasamtökum í New York taka þátt í fundinum í ár. Engu að síður hófst fundurinn í gær og samþykkt var yfirlýsing þar sem Pekingsáttmálinn frá 1995 var ítrekaður og staðfestur á ný. Þema fundarins í ár – 64. fundar Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW64) – er stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir samþykkt Pekingsáttmálans. Samkvæmt frétt UN Women á Íslandi er yfirleitt gefin út pólitísk yfirlýsing í lok fundar en í ár liggur fyrir samkvæmt úttektum og stöðumati á stöðu kvenna og stúlkna gagnvart Pekingsáttmálanum, að markmiðum sáttmálans hafi ekki verið náð. „Auk þess virðist sem heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur,“ segir í fréttinni. UN Women segir að um leið og leiðtogar aðildarríkja SÞ endurstaðfesti og ítreki pólitískan vilja til breytinga, viðurkenni þeir um leið nýjar áskoranir við að jafna stöðu kvenna og stúlkna sem krefjast öflugra aðgerða og samstillts átaks ríkjanna, sérstaklega þegar kemur að eftirfarandi atriðum:Gera öllum stúlkum og konum kleift að mennta sig, með sérstöku tilliti til iðn- og tæknigreinaTryggja konum og stúlkum jafna og raunverulega þátttöku til áhrifa og valda á öllum stigum og sviðum samfélagsinsTryggja konum efnahagslega valdeflingu, t.a.m. jöfn atvinnutækifæri, jöfn laun, félagslegt öryggi og lánshæfi.Takast raunverulega á við misskiptingu á ólaunuðum umönnunar- og heimilisstörfum sem konur og stúlkur sinna í mun meiri mæliTakast raunverulega á þeim misskiptu áhrifum sem loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á konur og stúlkurAfnema skaðlega siði og ofbeldi gegn konum og stúlkumVernda konur og stúlkur í vopnuðum átökum og tryggja aðkomu kvenna í friðarviðræðum og málamiðlunum.Viðurkenna rétt kvenna og stúlkna til að hljóta heilbrigðisþjónustuTakast á við hungur og vannæringu kvenna og stúlkna. Í frétt UN Women segir að þar að auki hafi ríkin lýst yfir vilja til að útrýma lögum sem mismuna konum og stúlkum með einhverjum hætti, brjóta niður kerfislægar hindranir sem konur verða fyrir innan kerfa og félagsleg norm sem mismuna konum og stúlkum á einhvern hátt, auk þess að berjast gegn stöðluðum ímyndum kynjanna sem hindra framgang kvenna og stúlkna, meðal annars í fjölmiðlum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent