Lífið

Stebbi Hilmars á eldheitan aðdáanda í Mexíkó

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yehoshúa Malpica er mikill áhugamaður um tungumál og segist hafa sérstakt dálæti á íslensku og Stefáni Hilmarssyni.
Yehoshúa Malpica er mikill áhugamaður um tungumál og segist hafa sérstakt dálæti á íslensku og Stefáni Hilmarssyni. skjáskot

Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar.

Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar.

„Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“

Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum.

Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×