Fjöldi smita sýnir hversu skæð veiran er Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 14:41 Katrín Jakobsdóttir mun þurfa í tvöfalda skimun og smitgát eftir kvöldverð með ríkisstjórninni á Hótel Rangá. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vel hafa verið gætt að sóttvarnaráðstöfunum á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem og í kvöldverðinum á Hótel Rangá. Átta smit hafa komið upp á hótelinu en ríkisstjórnin snæddi þar á þriðjudagskvöld. Greint var frá því á vef Ríkisútvarpsins að mikill fjöldi fólks þurfi í sóttkví vegna smitanna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir endanlega tölu ekki liggja fyrir en ljóst er að það geti verið hundruð manns sem þurfi í sóttkví. Raðgreining á veirunum liggi ekki enn fyrir. Engin tengsl voru á milli þeirra sem smituðust önnur en þau að öll voru staðsett á hótelinu. Í færslu á Facebook-síðu sinni ítrekar Katrín að ríkisstjórnin teljist til ytri hring mögulegs smithóps og því ekki líklegt að þau séu í mikilli hættu á að hafa smitast. Tveir ráðherrar voru fjarverandi, Svandís Svavarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, og munu því ekki þurfa í tvöfalda skimun og smitgát. „Vel var gætt að sóttvarnaráðstöfunum bæði á vinnufundi og um kvöldið en þessi fjöldi smita á þessum stað sýnir auðvitað hve skæð og bráðsmitandi veiran er,“ skrifar Katrín. Hún segir sóttvarnayfirvöld hafa brugðist við með „skýrum og fumlausum hætti“ en fjöldi fólks þurfi í sóttkví eða skimun. Hún óskar þeim sem reyndust smitaðir góðs bata og vonar að allt fari vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Sjö smituð á Hótel Rangá Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. 21. ágúst 2020 12:27