Vodafonedeildin fer aftur af stað 21. ágúst 2020 19:30 Vodafone deildin rafíþróttir Þann fyrsta september klukkan 19:15 hefst Vodafone deildin aftur í CS:GO þar sem átta bestu lið landsins etja kappi í Counter Strike : Global Offensive. Útsendingar verða á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi með þrem viðureignum á hverju kvöldi. Deildin mun spanna 14 umferðir spilaðar á sjö vikum og mun henni verða sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport. Þó nokkuð hefur verið hrist upp í liðunum og munum við fjalla betur um það á næstu dögum. En einnig hefur fyrirkomulagi deildarinnar verið gjörbreytt. Hver viðureign verður nú einungis eitt kort og hefur mótastjórn kynnt fyrirkomulag þar sem liðið sem spilar á heimavelli nýtur góðs af því. Þetta er leið sem hefur ekki verið farin áður í erlendu senunni né hér heima, en til að útskýra hana þá fengum við Halldór Már Kristmundsson sérfræðing í Vodafone deildinni. ,,Venjulega eru 7 kort í boði sem er keppt í og hefðbundið kerfi er að lið skiptast á að banna kort þangað til eitt eða þrjú kort eru eftir, fer eftir því hvort keppt er í bestur af þrem eða einu [bo3/bo1]. Þetta fyrirkomulag þýðir að lið hefur ekki þurft að vera gott í öllum kortunum, því þeir geta neitað kortum sem þeir jafnvel æfa ekki. En nú hefur mótastjórn ákveðið að ögra jafnvæginu og gefa liðinu sem á heimaleik talsvert mikið vald. Kerfið sem verður spilað eftir á þessu tímabili er þannig að gestirnir fá að banna eitt kort og svo velur liðið sem á heimavöllinn kort af þeim sex sem eru eftir. Þetta gefur heimaliðinu tækifæri til að draga gestina í kort sem þeir undir öðrum kringumstæðum myndu sjaldan spila og þar með búið til heimavallar forskot. Svo það mun þýða heilan helling hvort Fylkir mætir KR á útivelli eða heima. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna í þessu nýja kerfi. Þetta er ung keppnisgrein sem er enn í þróun.” Áhugavert mun vera að fylgjast með hvort breytingin hafi áhrif á undirbúning liða og jafn vel útkomu leikja. Spilaðar verða tvær umferðir í hverri viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Verður leikjunum sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport þar sem fyrsti leikurinn hefst kl 19:30. Ljóst er að um hörkuspennandi viðureignir er að ræða þar sem mikið er í húfi í hverjum leik. Vodafonedeildin í CS:GO verður skipuð eftirfarandi liðum og leikmönnum. KR: ofvirkur, kruzer, Thomsen, Miðgarðsormur og HundziÞór: snky, ADHD, Rean, aNdrehh, Zolo og BDSMHafið: dell1, allee, clvr, Tony, b0ndi, peter og s7ckoNe sem varamennXY esport: TripleG, kyro, xeri, Sveittur, brnr og bellamy sem varamaðurFylkir: lelillz, MonteLiciouz, vrz, Furious og skipiðExile: Jolli, Rec0, Múfasa, Zerq, Yumikoi og DúddiDusty: EddezeNNN, Bjarni, thorsteinnf, StebbiC0C0, fluff og RoNiN sem varamaðurGOAT: Eiki47, vikki, snær, Hugo og DOM Fylgstu með á vísir.is til að kynnast liðunum betur á næstu dögum. Rafíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Þann fyrsta september klukkan 19:15 hefst Vodafone deildin aftur í CS:GO þar sem átta bestu lið landsins etja kappi í Counter Strike : Global Offensive. Útsendingar verða á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi með þrem viðureignum á hverju kvöldi. Deildin mun spanna 14 umferðir spilaðar á sjö vikum og mun henni verða sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport. Þó nokkuð hefur verið hrist upp í liðunum og munum við fjalla betur um það á næstu dögum. En einnig hefur fyrirkomulagi deildarinnar verið gjörbreytt. Hver viðureign verður nú einungis eitt kort og hefur mótastjórn kynnt fyrirkomulag þar sem liðið sem spilar á heimavelli nýtur góðs af því. Þetta er leið sem hefur ekki verið farin áður í erlendu senunni né hér heima, en til að útskýra hana þá fengum við Halldór Már Kristmundsson sérfræðing í Vodafone deildinni. ,,Venjulega eru 7 kort í boði sem er keppt í og hefðbundið kerfi er að lið skiptast á að banna kort þangað til eitt eða þrjú kort eru eftir, fer eftir því hvort keppt er í bestur af þrem eða einu [bo3/bo1]. Þetta fyrirkomulag þýðir að lið hefur ekki þurft að vera gott í öllum kortunum, því þeir geta neitað kortum sem þeir jafnvel æfa ekki. En nú hefur mótastjórn ákveðið að ögra jafnvæginu og gefa liðinu sem á heimaleik talsvert mikið vald. Kerfið sem verður spilað eftir á þessu tímabili er þannig að gestirnir fá að banna eitt kort og svo velur liðið sem á heimavöllinn kort af þeim sex sem eru eftir. Þetta gefur heimaliðinu tækifæri til að draga gestina í kort sem þeir undir öðrum kringumstæðum myndu sjaldan spila og þar með búið til heimavallar forskot. Svo það mun þýða heilan helling hvort Fylkir mætir KR á útivelli eða heima. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna í þessu nýja kerfi. Þetta er ung keppnisgrein sem er enn í þróun.” Áhugavert mun vera að fylgjast með hvort breytingin hafi áhrif á undirbúning liða og jafn vel útkomu leikja. Spilaðar verða tvær umferðir í hverri viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Verður leikjunum sjónvarpað beint á Stöð 2 eSport þar sem fyrsti leikurinn hefst kl 19:30. Ljóst er að um hörkuspennandi viðureignir er að ræða þar sem mikið er í húfi í hverjum leik. Vodafonedeildin í CS:GO verður skipuð eftirfarandi liðum og leikmönnum. KR: ofvirkur, kruzer, Thomsen, Miðgarðsormur og HundziÞór: snky, ADHD, Rean, aNdrehh, Zolo og BDSMHafið: dell1, allee, clvr, Tony, b0ndi, peter og s7ckoNe sem varamennXY esport: TripleG, kyro, xeri, Sveittur, brnr og bellamy sem varamaðurFylkir: lelillz, MonteLiciouz, vrz, Furious og skipiðExile: Jolli, Rec0, Múfasa, Zerq, Yumikoi og DúddiDusty: EddezeNNN, Bjarni, thorsteinnf, StebbiC0C0, fluff og RoNiN sem varamaðurGOAT: Eiki47, vikki, snær, Hugo og DOM Fylgstu með á vísir.is til að kynnast liðunum betur á næstu dögum.
Rafíþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti