800 þúsund dánir vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 09:11 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Manish Swarup Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira