„Pabbi minn er barnaníðingur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 09:00 Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/ Dan Phan „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. Konan sem er á fertugsaldri í dag, kýs að koma ekki fram undir eigin nafni til að vernda eigin fjölskyldu við frekari sársauka og verður því hér eftir kölluð Lilja. „Fyrir nokkrum árum kemst ég að því að stelpa sé að saka hann um að hafa brotið á henni þegar hún var fjögurra ára. Á þeim tíma vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við þessar upplýsingar, hvort að ég ætti að trúa þessu eða trúa honum. Hann sagði að þetta væri lygi en ég vildi fá að vita sannleikann svo ég hafði sjálf samband við stelpuna.“ Lilja bað þessa stúlku til að hitta sig og útskýrði fyrir henni að þetta væri að hennar eigin frumkvæði og þeirra samtal gæti verið í trúnaði væri þess óskað. „Ég hitti hana og hún sagði mér hvað hann hafði gert við hana. Ég man eftir að hafa verið á staðnum þegar eitt atvikið átti sér stað. Þegar hún var að segja mér frá þessu þá rifjaðist það upp fyrir mér. Ég var að leika við þessa stelpu inni í herberginu mínu og hann sagði mér að fara fram til mömmu. Ég sagði nei en hann sagði þá „Ég ætla að sýna henni svolítið.“ Þegar ég sagði nei þá varð hann reiður. Ég man að ég var svo afbrýðisöm af því að hann var að sýna henni eitthvað en ég var dóttir hans.“ Hún var svekkt með að fá ekki að vera með en fór fram í eldhús til móður sinnar og foreldra hinnar stúlkunnar, sem voru þar gestir á heimilinu. Atvikið hugsaði hún ekki um aftur fyrr en stelpan sagði henni hvað hafði gerst eftir að þau voru bara tvö eftir í herberginu. „Á þessum tíma var ég átta ára og hún fjögurra ára. Hún nefndi nokkur önnur skipti þar sem hann átti að hafa verið að brjóta á henni.“ Vissu ekki af hvor annarri Eftir þetta ræddi Lilja við föður sinn sem hélt áfram að neita fyrir allt saman. Stúlkan lagði seinna fram kæru sem Lilja segir að hafi verið felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Lilja um sína líðan á þessum tíma. Þremur árum síðar fær hún símtal frá móður sinni, sem vildi hitta hana. „Hún kemur heim til mín og var mjög alvarleg. Þá segir hún mér að mamma fyrrum bestu vinkonu minnar síðan í grunnskóla hafi hitt hana. Hún hafði þá sagt frá því að pabbi hafði brotið á henni líka og það hafi verið ástæðan fyrir því að hún hætti að vera vinkona mín. Það hafði líka verið þegar við vorum átta ára.“ Móðir hennar og faðir höfðu verið skilin í nokkur ár þegar fyrsta málið kom upp og hann hafði þá gifst annarri konu. Lilja leit á sögu seinni stúlkunnar sem staðfestingu á sekt hans. „Þær þekktust ekki og vissu ekki af hvor annarri. Þessi sem var áður vinkona mín, vissi ekki að það væri önnur og að sú væri búin að segja mér frá.“ Lilja segir að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að hringja í þessa stúlku þrátt fyrir að þær höfðu ekki verið í samskiptum í mörg ár. „Ég fann númerið hennar og sagði „Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að heyra þetta og ég styð þig 100 prósent í öllu sem þú vilt gera.“ Í þessu samtali fékk Lilja að heyra söguna alla. „Hún sagði mér hvað hann hafði gert. Hann braut á henni þegar hún gisti heima hjá okkur. Við gistum á dýnu á gólfinu, ég, hún og bróðir minn. Hann gerir þetta fyrir framan okkur, þar sem við erum sofandi við hliðina á. Þetta er ógeðslegt.“ Ekki hluti af hans framtíð Á þessum tímapunkti hafði Lilja ákveðið að slíta endanlega öllum samskiptum við þennan mann. „Mamma var búin að segja bróður mínum þetta og við systkinin ákváðum að hitta pabba. Við sögðum honum að nú væri komin önnur stelpa, hvernig ætlaði hann að útskýra það? Pabbi sagði að þær væru bara að muna vitlaust og vildi ekkert viðurkenna. Þarna ákvað ég að nýta tækifærið til að segja allt sem ég vildi segja, ég hafði verið svo reið við hann í svo langan tíma, fyrir svo margt úr minni æsku.“ Áður en stúlkurnar stigu fram, hafði sambandið verið erfitt. „Ég sagði við hann að ég ætlaði að slíta öllum samskiptum. Hann myndi aldrei sjá börnin mín ef að ég ætti einhvern tímann eftir að eignast börn. Ég verð ekki hluti af hans framtíð. Ég labbaði út og ætlaði aldrei að tala við hann aftur.“ Þetta var síðasta samtal Lilju við föður sinn. Hún stóð við sitt loforð og hefur ekki talað við hann síðan. Að heyra slíkar ásakanir um föður sinn var erfitt og það gerði það enn þá sárara fyrir Lilju að átta sig á því að þetta hafi verið ástæða þess að hún tapaði bestu vinkonu sinni á þessum tíma.“ „Hún var besta vinkona mín, hún var eina vinkonan sem ég átti, alveg frá fjögurra ára aldri. Hún þurfti að hætta að tala við mig af því að hann gerði þetta. Ég var alltaf ein og einmana og átti enga vini.“ Um 90% barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann.Vísir/Vilhelm Mun ekki mæta í jarðarförina Bróðir Lilju sleit einnig öllum samskiptum á þessum tímapunkti en þau stóðu alltaf þétt saman ásamt móður sinni. „Ég er bara ógeðslega fegin að vera laus við hann úr mínu lífi. Ég var alltaf svo reið við hann og ég hataði hann. Áður en ég frétti þetta þá var svo margt annað. Hann var ekkert að sinna okkur þegar við vorum krakkar, hann hélt framhjá mömmu minni fyrst þegar ég var níu ára og var alltaf að hringja í framhjáhöldin sín fyrir framan okkur bróður minn, hélt að við myndum ekki skilja það.“ Foreldrarnir skildu og eignuðust aðra maka en systkinin slitu ekki samskiptunum alveg fyrr en eftir að ásakanir um kynferðisbrot gegn börnum komu fram. „Hann náttúrulega elskar börnin sín örugglega, mér finnst bara ótrúlega gott á hann að hafa misst okkur. Mér er bara drullusama um hann, hann er búinn að missa mig og ég ætla ekki að mæta í jarðarförina hans.“ Ekki reið lengur Í fyrstu var Lilja reið og sár en í dag hugsar hún ekki lengur um manninn sem hún kallaði áður föður. Hún skipti um eftirnafn og sér ekki eftir því, eina tilfinningin sem fylgdi var léttir. „Ég er ekki reið lengur. Ég ber engar tilfinningar til hans og sakna hans ekki. Tilgangurinn með þessu viðtali er að mig langar svo að þeir sem hafa þessar hugsanir, fæðast með barnagirnd eða eru með barnagirnd eða hvernig sem það er, ég vil að þeir sjái þetta og heyri þetta. Viti að ef þú vogar þér að gera þetta þá munt þú missa allt sem þér þykir vænt um, þega þetta kemst upp. Ekki ef, heldur þegar, því að fólk á eftir að tala. Pabbi minn missti börnin sín, missti næstum vinnuna sína. Öll börn konunnar hans vilja eiginlega ekki sjá hann. Hann fær ekki að hitta barnabörnin sín, börn bróður míns. Þau munu ekki muna eftir honum þegar þau verða eldri og þau eru bara heppin með það. Hann lagði það á sig að vera versti faðir sem hægt er að vera með öllu þessu, öllum þessum framhjáhöldum. Ég meina hann er barnaníðingur. Hann er ógeðslegur og er ekkert fyrir mér.“ Lilja segir að hún geti ekki skilið að núverandi eiginkona mannsins hafi staðið við hans hlið frá því að málið kom fyrst upp. „Ég skil ekki konuna hans fyrir að hafa ekki hætt í afneitun og skilið við hann af því að þú ert að sofa hjá manni sem braut á börnum. Hvernig getur þú það? Hvernig getur þú verið með manni sem gerir svona? Hún á sjálf fullt af barnabörnum. Er henni alveg sama um þau?“ Lilja ákvað sjálf að segja börnum konunnar frá ásökununum, þegar konan hafði ekki sjálf gert það nokkrum vikum síðar. Ástæða Lilju var að þau áttu sjálf börn og þyrftu því að vita af ásökununum Fáránlegt kerfi „Þessi yngri er búin að kæra tvisvar sinnum og var fellt niður í bæði skiptin. Í seinna skiptið bar ég vitni gegn honum, dóttir hans.“ Lilja er ósátt við að málið hafi ekki farið fyrir dómstóla vegna skorts á sönnunargögnum. Margt við þetta kerfi þurfi að bæta. „Þarf að vera til myndband af þessu til að þetta fari fyrir dóm? Þetta er svo lélegt. Hversu miklar sannanir þurfið þið ef að þið eruð með annan einstakling sem segir „Ég lenti líka í þessu sama ár“ og svo ertu með dóttur hans sem segir „Já ég man eftir þessu atviki“ og er að bera vitni gegn honum. Hvað þarftu meira? Þarftu skriflega staðfestingu frá honum? Það er fáránlegt.“ Að sögn Lilju íhugaði eldri stúlkan að kæra líka. „Hún lagði ekki í að mæta honum hugsanlega og að þurfa að rifja allt þetta upp. Hún vildi það ekki. Hún sagði að hún myndi ekkert fá út úr því. Hún hafði sagt vinkonu sinni þegar hún unglingur, svo hafði hún sagt systur sinni þegar hún var aðeins eldri.“ Hún sagði foreldrum sínum frá eftir að hún varð sjálf móðir. „Ég veit það ekki en ég vona ekki. Mér finnst það alveg líklegt að þær gætu verið fleiri af því að hann greinilega getur gert þetta, honum finnst þetta í lagi,“ svarar Lilja aðspurð hvort hún telji að þær gætu verið fleiri. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Getur verið hver sem er Hún vonar að herferðir Barnaheilla veki fólk til umhugsunar, geri foreldra vakandi fyrir þessu og hugsanlega ræði þetta við eigin börn. „Sem barn þá skilur þú ekkert hvað þetta er. Þú skilur ekki alveg hvað gerðist.“ Einnig bendir hún á bókina Einkastaðir líkamans, sem Blátt áfram gaf út. Stúlkan sem kærði föður Lilju var dóttir besta vinar hans og reglulega gestur á heimilinu, með foreldrum sínum. „Þetta getur komið fyrir þó að þú sért á staðnum. Þetta getur verið hver sem er. Þú sérð það ekkert á barnaníðing að hann sé barnaníðingur. Hann var alltaf voða barngóður, það var það sem allir sögðu, hvað hann var alltaf góður með börn. Þú sérð það ekkert á honum. Eins og hann, sendi mig fram og mamma hennar og pabbi voru bara frammi í eldhúsi að spjalla við mömmu.“ Sjálf kynntist Lilja samtökunum Blátt áfram eftir að þessi mál komu upp. „Ég leitaði mér sálfræðiaðstoðar þegar ég fór að finna fyrir kvíða. Ég sagði þar mína sögu og þá var mér bent á að fara frekar í áfallameðferð.“ Hvað ef? Í kjölfarið kynntist hún Blátt áfram samtökunum, sem nú hafa sameinast samtökunum Barnaheill. Hún ítrekar mikilvægi þess að umræðan sé ekki tabú á heimilum. „Þetta er eins og vasaljósið, það þarf að lýsa á þessa umræðu.“ Lilja hefur ekki talað við hann síðan hún afneitaði honum fyrir mörgum árum, en sá hann í matvöruverslun á dögunum. „Ég sá hann og sá á honum að hann sá að ég væri að horfa á hann, en hann þorði ekki einu sinni að horfa á mig. Ég sagði ekki neitt, hann er bara dauður fyrir mér og mér finnst allt í lagi að hann viti það.“ Hún er stolt af því að hafa ekki látið þetta brjóta sig alveg niður en veltir samt fyrir sér hvar hún væri í dag ef ekkert af þessu hefði átt sér stað. „Hvernig ég hef unnið úr þessu hefur gert mig sterkari. Ég myndi aldrei segja að það sem hann gerði hafi gert mig sterkari, heldur bara mín úrvinnsla á þessu. En þetta breytti öllu mínu lífi. Ég hugsa stundum hvað ef hann hefði ekki gert þetta? Hvernig hefði líf mitt farið?“ Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla fer af stað í dag og stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR. Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. Konan sem er á fertugsaldri í dag, kýs að koma ekki fram undir eigin nafni til að vernda eigin fjölskyldu við frekari sársauka og verður því hér eftir kölluð Lilja. „Fyrir nokkrum árum kemst ég að því að stelpa sé að saka hann um að hafa brotið á henni þegar hún var fjögurra ára. Á þeim tíma vissi ég ekki hvað ég ætti að gera við þessar upplýsingar, hvort að ég ætti að trúa þessu eða trúa honum. Hann sagði að þetta væri lygi en ég vildi fá að vita sannleikann svo ég hafði sjálf samband við stelpuna.“ Lilja bað þessa stúlku til að hitta sig og útskýrði fyrir henni að þetta væri að hennar eigin frumkvæði og þeirra samtal gæti verið í trúnaði væri þess óskað. „Ég hitti hana og hún sagði mér hvað hann hafði gert við hana. Ég man eftir að hafa verið á staðnum þegar eitt atvikið átti sér stað. Þegar hún var að segja mér frá þessu þá rifjaðist það upp fyrir mér. Ég var að leika við þessa stelpu inni í herberginu mínu og hann sagði mér að fara fram til mömmu. Ég sagði nei en hann sagði þá „Ég ætla að sýna henni svolítið.“ Þegar ég sagði nei þá varð hann reiður. Ég man að ég var svo afbrýðisöm af því að hann var að sýna henni eitthvað en ég var dóttir hans.“ Hún var svekkt með að fá ekki að vera með en fór fram í eldhús til móður sinnar og foreldra hinnar stúlkunnar, sem voru þar gestir á heimilinu. Atvikið hugsaði hún ekki um aftur fyrr en stelpan sagði henni hvað hafði gerst eftir að þau voru bara tvö eftir í herberginu. „Á þessum tíma var ég átta ára og hún fjögurra ára. Hún nefndi nokkur önnur skipti þar sem hann átti að hafa verið að brjóta á henni.“ Vissu ekki af hvor annarri Eftir þetta ræddi Lilja við föður sinn sem hélt áfram að neita fyrir allt saman. Stúlkan lagði seinna fram kæru sem Lilja segir að hafi verið felld niður vegna skorts á sönnunargögnum. „Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera,“ segir Lilja um sína líðan á þessum tíma. Þremur árum síðar fær hún símtal frá móður sinni, sem vildi hitta hana. „Hún kemur heim til mín og var mjög alvarleg. Þá segir hún mér að mamma fyrrum bestu vinkonu minnar síðan í grunnskóla hafi hitt hana. Hún hafði þá sagt frá því að pabbi hafði brotið á henni líka og það hafi verið ástæðan fyrir því að hún hætti að vera vinkona mín. Það hafði líka verið þegar við vorum átta ára.“ Móðir hennar og faðir höfðu verið skilin í nokkur ár þegar fyrsta málið kom upp og hann hafði þá gifst annarri konu. Lilja leit á sögu seinni stúlkunnar sem staðfestingu á sekt hans. „Þær þekktust ekki og vissu ekki af hvor annarri. Þessi sem var áður vinkona mín, vissi ekki að það væri önnur og að sú væri búin að segja mér frá.“ Lilja segir að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að hringja í þessa stúlku þrátt fyrir að þær höfðu ekki verið í samskiptum í mörg ár. „Ég fann númerið hennar og sagði „Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að heyra þetta og ég styð þig 100 prósent í öllu sem þú vilt gera.“ Í þessu samtali fékk Lilja að heyra söguna alla. „Hún sagði mér hvað hann hafði gert. Hann braut á henni þegar hún gisti heima hjá okkur. Við gistum á dýnu á gólfinu, ég, hún og bróðir minn. Hann gerir þetta fyrir framan okkur, þar sem við erum sofandi við hliðina á. Þetta er ógeðslegt.“ Ekki hluti af hans framtíð Á þessum tímapunkti hafði Lilja ákveðið að slíta endanlega öllum samskiptum við þennan mann. „Mamma var búin að segja bróður mínum þetta og við systkinin ákváðum að hitta pabba. Við sögðum honum að nú væri komin önnur stelpa, hvernig ætlaði hann að útskýra það? Pabbi sagði að þær væru bara að muna vitlaust og vildi ekkert viðurkenna. Þarna ákvað ég að nýta tækifærið til að segja allt sem ég vildi segja, ég hafði verið svo reið við hann í svo langan tíma, fyrir svo margt úr minni æsku.“ Áður en stúlkurnar stigu fram, hafði sambandið verið erfitt. „Ég sagði við hann að ég ætlaði að slíta öllum samskiptum. Hann myndi aldrei sjá börnin mín ef að ég ætti einhvern tímann eftir að eignast börn. Ég verð ekki hluti af hans framtíð. Ég labbaði út og ætlaði aldrei að tala við hann aftur.“ Þetta var síðasta samtal Lilju við föður sinn. Hún stóð við sitt loforð og hefur ekki talað við hann síðan. Að heyra slíkar ásakanir um föður sinn var erfitt og það gerði það enn þá sárara fyrir Lilju að átta sig á því að þetta hafi verið ástæða þess að hún tapaði bestu vinkonu sinni á þessum tíma.“ „Hún var besta vinkona mín, hún var eina vinkonan sem ég átti, alveg frá fjögurra ára aldri. Hún þurfti að hætta að tala við mig af því að hann gerði þetta. Ég var alltaf ein og einmana og átti enga vini.“ Um 90% barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann.Vísir/Vilhelm Mun ekki mæta í jarðarförina Bróðir Lilju sleit einnig öllum samskiptum á þessum tímapunkti en þau stóðu alltaf þétt saman ásamt móður sinni. „Ég er bara ógeðslega fegin að vera laus við hann úr mínu lífi. Ég var alltaf svo reið við hann og ég hataði hann. Áður en ég frétti þetta þá var svo margt annað. Hann var ekkert að sinna okkur þegar við vorum krakkar, hann hélt framhjá mömmu minni fyrst þegar ég var níu ára og var alltaf að hringja í framhjáhöldin sín fyrir framan okkur bróður minn, hélt að við myndum ekki skilja það.“ Foreldrarnir skildu og eignuðust aðra maka en systkinin slitu ekki samskiptunum alveg fyrr en eftir að ásakanir um kynferðisbrot gegn börnum komu fram. „Hann náttúrulega elskar börnin sín örugglega, mér finnst bara ótrúlega gott á hann að hafa misst okkur. Mér er bara drullusama um hann, hann er búinn að missa mig og ég ætla ekki að mæta í jarðarförina hans.“ Ekki reið lengur Í fyrstu var Lilja reið og sár en í dag hugsar hún ekki lengur um manninn sem hún kallaði áður föður. Hún skipti um eftirnafn og sér ekki eftir því, eina tilfinningin sem fylgdi var léttir. „Ég er ekki reið lengur. Ég ber engar tilfinningar til hans og sakna hans ekki. Tilgangurinn með þessu viðtali er að mig langar svo að þeir sem hafa þessar hugsanir, fæðast með barnagirnd eða eru með barnagirnd eða hvernig sem það er, ég vil að þeir sjái þetta og heyri þetta. Viti að ef þú vogar þér að gera þetta þá munt þú missa allt sem þér þykir vænt um, þega þetta kemst upp. Ekki ef, heldur þegar, því að fólk á eftir að tala. Pabbi minn missti börnin sín, missti næstum vinnuna sína. Öll börn konunnar hans vilja eiginlega ekki sjá hann. Hann fær ekki að hitta barnabörnin sín, börn bróður míns. Þau munu ekki muna eftir honum þegar þau verða eldri og þau eru bara heppin með það. Hann lagði það á sig að vera versti faðir sem hægt er að vera með öllu þessu, öllum þessum framhjáhöldum. Ég meina hann er barnaníðingur. Hann er ógeðslegur og er ekkert fyrir mér.“ Lilja segir að hún geti ekki skilið að núverandi eiginkona mannsins hafi staðið við hans hlið frá því að málið kom fyrst upp. „Ég skil ekki konuna hans fyrir að hafa ekki hætt í afneitun og skilið við hann af því að þú ert að sofa hjá manni sem braut á börnum. Hvernig getur þú það? Hvernig getur þú verið með manni sem gerir svona? Hún á sjálf fullt af barnabörnum. Er henni alveg sama um þau?“ Lilja ákvað sjálf að segja börnum konunnar frá ásökununum, þegar konan hafði ekki sjálf gert það nokkrum vikum síðar. Ástæða Lilju var að þau áttu sjálf börn og þyrftu því að vita af ásökununum Fáránlegt kerfi „Þessi yngri er búin að kæra tvisvar sinnum og var fellt niður í bæði skiptin. Í seinna skiptið bar ég vitni gegn honum, dóttir hans.“ Lilja er ósátt við að málið hafi ekki farið fyrir dómstóla vegna skorts á sönnunargögnum. Margt við þetta kerfi þurfi að bæta. „Þarf að vera til myndband af þessu til að þetta fari fyrir dóm? Þetta er svo lélegt. Hversu miklar sannanir þurfið þið ef að þið eruð með annan einstakling sem segir „Ég lenti líka í þessu sama ár“ og svo ertu með dóttur hans sem segir „Já ég man eftir þessu atviki“ og er að bera vitni gegn honum. Hvað þarftu meira? Þarftu skriflega staðfestingu frá honum? Það er fáránlegt.“ Að sögn Lilju íhugaði eldri stúlkan að kæra líka. „Hún lagði ekki í að mæta honum hugsanlega og að þurfa að rifja allt þetta upp. Hún vildi það ekki. Hún sagði að hún myndi ekkert fá út úr því. Hún hafði sagt vinkonu sinni þegar hún unglingur, svo hafði hún sagt systur sinni þegar hún var aðeins eldri.“ Hún sagði foreldrum sínum frá eftir að hún varð sjálf móðir. „Ég veit það ekki en ég vona ekki. Mér finnst það alveg líklegt að þær gætu verið fleiri af því að hann greinilega getur gert þetta, honum finnst þetta í lagi,“ svarar Lilja aðspurð hvort hún telji að þær gætu verið fleiri. Fjöldi tilkynninga vegna heimilisofbeldis og annars ofbeldis hefur marktækt aukist undanfarna mánuði.Vísir/Vilhelm Getur verið hver sem er Hún vonar að herferðir Barnaheilla veki fólk til umhugsunar, geri foreldra vakandi fyrir þessu og hugsanlega ræði þetta við eigin börn. „Sem barn þá skilur þú ekkert hvað þetta er. Þú skilur ekki alveg hvað gerðist.“ Einnig bendir hún á bókina Einkastaðir líkamans, sem Blátt áfram gaf út. Stúlkan sem kærði föður Lilju var dóttir besta vinar hans og reglulega gestur á heimilinu, með foreldrum sínum. „Þetta getur komið fyrir þó að þú sért á staðnum. Þetta getur verið hver sem er. Þú sérð það ekkert á barnaníðing að hann sé barnaníðingur. Hann var alltaf voða barngóður, það var það sem allir sögðu, hvað hann var alltaf góður með börn. Þú sérð það ekkert á honum. Eins og hann, sendi mig fram og mamma hennar og pabbi voru bara frammi í eldhúsi að spjalla við mömmu.“ Sjálf kynntist Lilja samtökunum Blátt áfram eftir að þessi mál komu upp. „Ég leitaði mér sálfræðiaðstoðar þegar ég fór að finna fyrir kvíða. Ég sagði þar mína sögu og þá var mér bent á að fara frekar í áfallameðferð.“ Hvað ef? Í kjölfarið kynntist hún Blátt áfram samtökunum, sem nú hafa sameinast samtökunum Barnaheill. Hún ítrekar mikilvægi þess að umræðan sé ekki tabú á heimilum. „Þetta er eins og vasaljósið, það þarf að lýsa á þessa umræðu.“ Lilja hefur ekki talað við hann síðan hún afneitaði honum fyrir mörgum árum, en sá hann í matvöruverslun á dögunum. „Ég sá hann og sá á honum að hann sá að ég væri að horfa á hann, en hann þorði ekki einu sinni að horfa á mig. Ég sagði ekki neitt, hann er bara dauður fyrir mér og mér finnst allt í lagi að hann viti það.“ Hún er stolt af því að hafa ekki látið þetta brjóta sig alveg niður en veltir samt fyrir sér hvar hún væri í dag ef ekkert af þessu hefði átt sér stað. „Hvernig ég hef unnið úr þessu hefur gert mig sterkari. Ég myndi aldrei segja að það sem hann gerði hafi gert mig sterkari, heldur bara mín úrvinnsla á þessu. En þetta breytti öllu mínu lífi. Ég hugsa stundum hvað ef hann hefði ekki gert þetta? Hvernig hefði líf mitt farið?“ Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla fer af stað í dag og stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla fer af stað í dag og stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira