Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 14:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. Vísir/Vilhelm Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43