Svavar Knútur, Ásgeir og Brek taka þátt í Global Music Match Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:00 Verkefnið miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Aðsendar myndir Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, tekur þátt nýju alþjóðalegu verkefni sem miðar að því að kynna tónlistarfólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. Verkefnið nefnist Global Music Match en 96 tónlistamenn frá 14 löndum taka þátt, þar af eru þrír fulltrúar frá Íslandi. Þetta er talið vera eitt stærsta tengslamyndunarverkefni í tónlistargeiranum sem fer einungis fram á netinu. „Stofnendur Global Music Match eru Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og Canada East Coast Music Association. Samstarfsaðilar verkefnisins eru 11 útflutningsskrifstofur og tónlistarhátíðir víðsvegar að úr heiminum. Markmið verkefnisins er að kynna tónlistarfólk á alþjóðavísu og gefa þeim tækifæri til að stækka fylgjendahópinn sinn og mynda tengslanet á þessum krefjandi tímum heimsfaraldurisins,“ segir í tilkynningu frá ÚTÓN. „Samfélagsmiðlar og tengslanet tónlistarfólksins sem tekur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistarfólk frá hverju landi kynna annað tónlistarfólk frá öðru landi fyrir fylgjendum sínum. Tónlistarfólkið fær þá tækifæri til að fá tónlist sína kynnta fyrir alþjóðalegum áhorfendum og byggja þar með upp fylgjendahóp sinn. Að þessu sinni er áherslan lögð á þjóðlaga- og alþýðutónlist en stefnt er að því að færa út kvíarnar yfir í aðrar tónlistarstefnur þegar fram líða stundir.“ Þeir sem taka þátt frá Íslandi eru Ásgeir Ásgeirsson, hljómsveitin Brek og Svavar Knútur. Ásgeir Ásgeirsson er gítarleikari sem á langan feril að baki, hann hefur gefið út fimm þjóðlagaplötur og síðasta platan hans sem kom út á árinu heitir Persian Path og er með íslenskum þjóðlögum sem tekin voru upp með hljóðfæraleikurum frá Íran. Hljómsveitin Brek var stofnuð 2018 með þá áherslu að tvinna saman hina mismunandi stíla þjóðlaga- og dægurtónlistar. Brek skipa Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Harpa Þorvaldsdóttir syngur og leikur á píanó, Guðmundur Atli Pétursson leikur á mandólín og Jóhann Ingi Benediktsson leikur á gítar og syngur. Svavar Knútur hefur ferðast vítt og breitt um landið sem og heiminn og sagt sögur í gegnum tónlist. Hann hefur verið vinsæll í áraraðir og hefur gefið út fimm plötur á ferli sínum. „Verkefnið er einstakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim takmörkunum sem lagðar eru á tónlistariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kemur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað hefur allt tónleikahald í hefðbundinni mynd, sér í lagi erlendis, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tækifæri til útflutnings á tónlist heldur en áður hefur verið og sýnir að á krefjandi tímum geta ný tækifæri myndast,“ segir enn fremur í tilkynningunni.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44 Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Fleiri fréttir „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum Sjá meira
Hjálpa tónlistarfólki að móta ferilinn og læra meira um bransann Á dögunum opnaði Tónatal, fyrsta alhliða upplýsingaveita tónlistariðnaðarins á Íslandi. Vefsíðan er full af gagnlegu og skemmtilegu efni tengt tónlist. Sem hluti af þessu hefur farið af stað hlaðvarpið Bransakjaftæði. 19. ágúst 2020 15:44
Faraldurinn hafði áhrif á allan tónlistariðnaðinn Skýrsla um áhrif Covid-19 á íslenskan tónlistariðnað kom út á dögunum. 8. júlí 2020 12:21
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning