Bein útsending: Rökstyðja óbreytta stýrivexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 09:47 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira