Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2020 21:40 Gleðigjafinn og útvarskonan Sigga Lund deilir því með Makamálum hvað henni finnst heillandi og óheillandi í fari karlmanna. Aðsend mynd Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. Í dag starfar Sigga Lund á Bylgjunni og er hún í loftinu alla virka daga milli eitt og fjögur. Hún er líka einn þriggja þáttastjórnenda Zúúber sem hóf nýverið göngu sína á ný eftir áralanga pásu. Zúúber var einn vinsælasti morgunþáttur landsins um margra ára skeið þá á FM957 en það eru tíu ár síðan þátturinn hætti. Nú komum við saman aftur, orðin miðaldra og þá þarf nú að ræða eitt og annað miðaldra stuff, hahaha! Vegna anna segir Sigga að hún hafi haft lítinn tíma undanfarið til að sinna áhugamálum sínum en það muni nú vonandi breytast fljótlega. „Ég elska náttúruna, bara vera í henni. Ég hef ekki gengið á fjöll eða neitt slíkt, ekki allavega ennþá, en ég er mikið náttúrubarn og sjórinn á stóran part af hjarta mínu. Einnig elska ég að vera í góðra vina hópi, elda, borða góðan mat og bara njóta lífsins. Svo má ekki gleyma því hvað mér finnst gaman að syngja.“ Sigga er talin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins og fengu Makamál að hlera það hjá henni hvað þarf til að heilla hana upp úr skónum. Hér eru BONE-ORÐIN hennar Siggu. Aðsend mynd ON 1. Ég eeeelska fólk sem þorir að vera allt það sem það er. Það heillar mig upp úr skónum. Það fólk er frjálst, hugrakt og er búið að vinna heimavinnuna sína. Það er töff. 2. Kynþokki, daður og ástríða er must, og mikil kynorka. Kynorkan er lífsorkan okkar og það þarf að vera nóg af henni. 3. Einlægni bræðir mig og að þora að tala frá hjartanu. Og það að geta átt löng og skemmtileg samtöl um allt og ekkert er ómótstæðilegt í mínum huga. 4. Hugsandi og andlega þenkjandi einstaklingur finnst mér spennandi. Ekki að hann þurfi vera einhver lífsins gúrú. En það að vera opinn fyrir möguleikanum að það sé eitthvað annað og meira þarna úti er kynþokkafullt. 5. Og talandi um kynþokka. Einstaklingur sem kann að elda og dekra við mann í mat og drykk er svoooo sexy (nú beit ég í vörina). OFF 1. Fólk sem stendur ekki við orð sín, fólk sem segist ætla að gera eitthvað en gerir það ekki. Þetta kemur auðvitað fyrir besta fólk annað slagið. En ef þetta gerist ítrekað er það algert turn off. 2. Hroki, tillitsleysi, yfirgangur og látum það flakka, KARLREMBA, hún fer svakalega í mig. Karlremba er svo gamaldags. 3. Mikið óöryggi og almennt skortur á þori er algjört no no. 4. Manneskja sem er að öllu jöfnu snyrtileg og töff í klæðaburði hittir alltaf í mark. Andstæðan við það finnst mér því frekar fráhrindandi. 5. Neikvæðni. Ég fæ grænar..... Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Siggu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Sigga er hér með samstarfsfélögum sínum úr Zúúber, þeim Gassa og SvalaAðsend mynd Bone-orðin 10 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Gleðigjafinn og fjölmiðlakonan Sigga Lund hefur komið víða við á ferli sínum og var hún ekki nema 17 ára þegar hún stjórnaði sínum fyrsta útvarpsþætti. Flest allir landsmenn ættu að þekkja rödd Siggu sem þykir hljóma einstaklega vel á öldum ljósvakans. Í dag starfar Sigga Lund á Bylgjunni og er hún í loftinu alla virka daga milli eitt og fjögur. Hún er líka einn þriggja þáttastjórnenda Zúúber sem hóf nýverið göngu sína á ný eftir áralanga pásu. Zúúber var einn vinsælasti morgunþáttur landsins um margra ára skeið þá á FM957 en það eru tíu ár síðan þátturinn hætti. Nú komum við saman aftur, orðin miðaldra og þá þarf nú að ræða eitt og annað miðaldra stuff, hahaha! Vegna anna segir Sigga að hún hafi haft lítinn tíma undanfarið til að sinna áhugamálum sínum en það muni nú vonandi breytast fljótlega. „Ég elska náttúruna, bara vera í henni. Ég hef ekki gengið á fjöll eða neitt slíkt, ekki allavega ennþá, en ég er mikið náttúrubarn og sjórinn á stóran part af hjarta mínu. Einnig elska ég að vera í góðra vina hópi, elda, borða góðan mat og bara njóta lífsins. Svo má ekki gleyma því hvað mér finnst gaman að syngja.“ Sigga er talin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins og fengu Makamál að hlera það hjá henni hvað þarf til að heilla hana upp úr skónum. Hér eru BONE-ORÐIN hennar Siggu. Aðsend mynd ON 1. Ég eeeelska fólk sem þorir að vera allt það sem það er. Það heillar mig upp úr skónum. Það fólk er frjálst, hugrakt og er búið að vinna heimavinnuna sína. Það er töff. 2. Kynþokki, daður og ástríða er must, og mikil kynorka. Kynorkan er lífsorkan okkar og það þarf að vera nóg af henni. 3. Einlægni bræðir mig og að þora að tala frá hjartanu. Og það að geta átt löng og skemmtileg samtöl um allt og ekkert er ómótstæðilegt í mínum huga. 4. Hugsandi og andlega þenkjandi einstaklingur finnst mér spennandi. Ekki að hann þurfi vera einhver lífsins gúrú. En það að vera opinn fyrir möguleikanum að það sé eitthvað annað og meira þarna úti er kynþokkafullt. 5. Og talandi um kynþokka. Einstaklingur sem kann að elda og dekra við mann í mat og drykk er svoooo sexy (nú beit ég í vörina). OFF 1. Fólk sem stendur ekki við orð sín, fólk sem segist ætla að gera eitthvað en gerir það ekki. Þetta kemur auðvitað fyrir besta fólk annað slagið. En ef þetta gerist ítrekað er það algert turn off. 2. Hroki, tillitsleysi, yfirgangur og látum það flakka, KARLREMBA, hún fer svakalega í mig. Karlremba er svo gamaldags. 3. Mikið óöryggi og almennt skortur á þori er algjört no no. 4. Manneskja sem er að öllu jöfnu snyrtileg og töff í klæðaburði hittir alltaf í mark. Andstæðan við það finnst mér því frekar fráhrindandi. 5. Neikvæðni. Ég fæ grænar..... Fyrir þá sem vilja fylgjast betur með Siggu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Sigga er hér með samstarfsfélögum sínum úr Zúúber, þeim Gassa og SvalaAðsend mynd
Bone-orðin 10 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira