Hraunsfjörður að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2020 08:20 Sjóbleikja úr Hraunsfirði. Mynd: Veiðikortið Eitt af þeim vötnum innan Veiðikortsins sem margir veiðimenn sækja í er Hraunsfjörður og frétta þaðan er yfirleitt beðið með óþreyju. Þetta hefur verið ansi kalt vor en það er loksins að rofa til við þetta vinsæla og gjöfula vatn. Við fengum smá fréttir af tveimur sem voru að taka vatnahringinn á Snæfellsnesi og enduðu í Hraunsfirði eftir rýra útkomu í öðrum vötnum. Seinni part dagsins eða rétt um kvöldmatarleiti fóru þeir að fá nokkrar tökur sem endaði með því að þeir lönduðu fimm fallegum bleikjum og einum litlum sjóbirting. "Við vorum búnir að vera kasta flugu í kannski tæpa tvo tíma án þess að neitt gerðist en vorum samt að sjá eina og eina vök á vatninu en ekkert nálægt okkur. Við vorum samt að nota þær flugur sem hafa alltaf gefið okkur vel á þessum tíma, svona grænleitar flugur í marflóarlíki og á meðan annar veiddi með flotlínu var hinn með intermediate. Rétt fyrir átt fengum við svo fyrstu tökuna og svo bara bara um klukkutími þar sem við vorum að fá tökur. Við misstum nokkrar en náðum þessum fimm og einum litlum sjóbirting. Erum bara ansi sáttir við að vatnið okkar sé loksins að vakna þetta vorið" sagði Einar Ingi í samtali við Veiðivísi í morgunsárið. Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði
Eitt af þeim vötnum innan Veiðikortsins sem margir veiðimenn sækja í er Hraunsfjörður og frétta þaðan er yfirleitt beðið með óþreyju. Þetta hefur verið ansi kalt vor en það er loksins að rofa til við þetta vinsæla og gjöfula vatn. Við fengum smá fréttir af tveimur sem voru að taka vatnahringinn á Snæfellsnesi og enduðu í Hraunsfirði eftir rýra útkomu í öðrum vötnum. Seinni part dagsins eða rétt um kvöldmatarleiti fóru þeir að fá nokkrar tökur sem endaði með því að þeir lönduðu fimm fallegum bleikjum og einum litlum sjóbirting. "Við vorum búnir að vera kasta flugu í kannski tæpa tvo tíma án þess að neitt gerðist en vorum samt að sjá eina og eina vök á vatninu en ekkert nálægt okkur. Við vorum samt að nota þær flugur sem hafa alltaf gefið okkur vel á þessum tíma, svona grænleitar flugur í marflóarlíki og á meðan annar veiddi með flotlínu var hinn með intermediate. Rétt fyrir átt fengum við svo fyrstu tökuna og svo bara bara um klukkutími þar sem við vorum að fá tökur. Við misstum nokkrar en náðum þessum fimm og einum litlum sjóbirting. Erum bara ansi sáttir við að vatnið okkar sé loksins að vakna þetta vorið" sagði Einar Ingi í samtali við Veiðivísi í morgunsárið.
Stangveiði Mest lesið Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði