"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 19:30 „Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
„Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira