1.470 laxa vika í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2020 09:55 Það er ennþá mikil ganga í Eystri Rangá en síðasta vika skilaði 1.470 löxum á land. Mynd: KL Veiðin í Eystri Rangá hefur verið með einu orði rosaleg á þessu sumri og það er löngu orðið ljóst að gamla metið í ánni er að falla. Gamla metið í ánni er frá árinu 2007 en þá veiddust 7.473 laxar og til samanburðar þegar nýjar veiðitölur komu í gær á vefinn er áinn komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa. Þeir sem hafa farið í ánna frá miðjum júlí vita nákvæmlega hver staðan er. Hún er bara teppalögð af laxi! Á sumum stöðum er staðan þannig að þú þarft ekki tíu köst til að ná þeim fimm löxum sem þú mátt hirða á vakt og þegar maðkurinn fór niður í byrjun maðkatímabilsins þurfti oft ekki mikið meira en að renna honum fimm sinum niður í einhvern af veiðistöðum sem halda eitthvað af laxi og þá er ég ekki að tala í samanburði við til dæmis þá staði sem halda kannski nokkur hundruð löxum. Ef skilyrðin haldast góð áfram og áinn fær að renna óskoluð er ljóst að talan 10.000 laxar á timabilinu er bara tvær til þrjár vikur í burtu og þá verður samt nóg eftir af veiðitímanum til að koma henni jafnvel í 12-13.000 laxa. Þeir sem hafa verið að fara í heldur laxlausa veiðitúra á þessu ári eru að stökkva á alla þá daga sem bjóðast þessa dagana og það er ljóst að eftirspurnin eftir veiðidögum er mikil. Stangveiði Mest lesið Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið með einu orði rosaleg á þessu sumri og það er löngu orðið ljóst að gamla metið í ánni er að falla. Gamla metið í ánni er frá árinu 2007 en þá veiddust 7.473 laxar og til samanburðar þegar nýjar veiðitölur komu í gær á vefinn er áinn komin í 6.791 lax með vikuveiði upp á 1.470 laxa. Þeir sem hafa farið í ánna frá miðjum júlí vita nákvæmlega hver staðan er. Hún er bara teppalögð af laxi! Á sumum stöðum er staðan þannig að þú þarft ekki tíu köst til að ná þeim fimm löxum sem þú mátt hirða á vakt og þegar maðkurinn fór niður í byrjun maðkatímabilsins þurfti oft ekki mikið meira en að renna honum fimm sinum niður í einhvern af veiðistöðum sem halda eitthvað af laxi og þá er ég ekki að tala í samanburði við til dæmis þá staði sem halda kannski nokkur hundruð löxum. Ef skilyrðin haldast góð áfram og áinn fær að renna óskoluð er ljóst að talan 10.000 laxar á timabilinu er bara tvær til þrjár vikur í burtu og þá verður samt nóg eftir af veiðitímanum til að koma henni jafnvel í 12-13.000 laxa. Þeir sem hafa verið að fara í heldur laxlausa veiðitúra á þessu ári eru að stökkva á alla þá daga sem bjóðast þessa dagana og það er ljóst að eftirspurnin eftir veiðidögum er mikil.
Stangveiði Mest lesið Veiðisumarið yfir meðallagi Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Elliðavatn búið að vera gjöfult Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Góð skot á Tannastaðatanga Veiði