Ekki þurfi að grípa til jafn harkalegra vaxtahækkana með fjölgun óverðtryggðra lána Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2020 18:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér. Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira
Með fjölgun óverðtryggðra lána á Seðlabankinn ekki að þurfa að hækka stýrivexti eins harkalega og áður til að bregðast við þenslu og verðbólgu að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Varaseðlabankanstjóri hefur varað við því að greiðslur af húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þó áhætta fylgi óverðtryggðum lánum þá hafi þau ótvíræða kosti. Stýrivextir Seðlabankans hafi áður fyrr virkað seint og illa á heimilin en í ár hafði stýrivaxtalækkun strax jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu. „Seðlabanki Íslands hefur löngum strítt við það að geta aðeins með óbeinum hætti og til lengri tíma haft áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna og stýrivextir hafa virkað miklu fyrr og með skarpari hætti á fyrirtækin. Nú er aðgangur Seðlabankans að ráðstöfunartekjum heimilanna orðið miklu beinni. Við höfum séð að stýrivaxtalækkunin er að hafa jákvæð áhrif á íbúðamarkaðinn og einkaneyslu með því að heimilin hafa getað endurfjármagnað íbúðalánin sín á þessum fljótandi vöxtum. Það þýðir líka að ef Seðlabankinn vill stíga á bremsuna ef verðbóla eykst og þensla myndast í hagkerfinu, þarf minni vaxtahækkun til að slá töluvert á einkaneysluna og íbúðamarkaðinn,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Á uppgangsárunum fyrir hrun reyndi Seðlabankinn að slá á þennsluna með vaxtahækkunum yfir tveggja stafa tölu. Þær höfðu ekki áhrif á heimilin því þau fjármögnuðu sig ekki á sömu vöxtum. „Við höfum skýr dæmi um það á útrásarárunum þegar Seðlabankinn var að reyna að halda aftur af verðbólgu og þennslu. Það gekk ekki sérlega vel. Þau voru komin með vexti í tveggja stafa tölu. Það sá ekki högg á vatni, sérstaklega í tilfelli heimilanna. Þau voru ekki að fjármagna sig á vöxtum sem voru beintengdir þessum stýrivöxtum. Helstu áhrif stýrivaxtahækkunarinnar voru að styrkja gengið sem jók kaupmátt heimilanna verulega,“ segir Jón Bjarki. Á meðan gátu aðrir seðlabankar í löndunum í kringum okkur haft áhrif á þenslu með mun hóflegri hækkun. „Þannig að við þyrftum væntanlega mun minni sveiflur í vaxtastig Seðlabankans til að hafa veruleg áhrif á heimilin.“ Íslendingar hafa í síauknum mæli sótt í óverðtryggða vexti meðfram lækkun stýrivaxta. Á meðan hlutur óverðtryggðra lána eykst svo mikið verður peningamálastjórnunin það virk að ekki þarf að hreyfa vextina eins mikið að mati Jóns Bjarka. „Þegar nógu stór hluti af lánum í hagkerfinu er kominn í fjármögnun sem er svona vel tengd við stýrivextina, þá verður peningamálastjórnunin það virk að það þarf ekki að hreyfa vextina eins mikið. Áhættan er kannski fyrst og fremst á meðan aðeins hluti heimila og fyrirtækja verður fyrir umtalsverðum áhrifum og þarf í rauninni að slá ennþá meira á fjárhag þeirra aðila til að hafa áhrif á hagkerfið í heild,“ segir Jón Bjarki. Þegar kemur að því að taka húsnæðislán segir Jón Bjarki að miða þurfi við þá þumalputtareglu að annarsvegar dreifa áhættu og hins vegar að hafa góða yfirsýn yfir það svigrúm sem viðkomandi hefur bæði varðandi að höfuðstóllinn taki breytingum, sem fólk er útsettara fyrir ef fólk tekur verðtryggð lán, og hins vegar ef greiðslubyrðin breytist sem óverðtryggðu fljótandi lánin hafa í för með sér.
Seðlabankinn Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Fleiri fréttir Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Sjá meira