Íslenski boltinn

Ekki skánar á­standið í Ólafs­vík: Breiða­blik kallar mark­vörðinn til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Atli lék með Njarðvík áður en hann var keyptur til Blika.
Brynjar Atli lék með Njarðvík áður en hann var keyptur til Blika. mynd/njarðvík

Breiðablik hefur kallað markvörðinn Brynjar Atla Bragason úr láni frá Víkingi Ólafsvík.

Brynjar Atli var fyrir leiktíðina lánaður í Ólafsvík og átti hann að standa í markinu þar í allt sumar en nú hafa Blikarnir kallað hann til baka.

Brynjar Atli hefur verið einn besti leikmaður Ólsara í sumar og hefur þessi ungi markvörður spilað afar vel.

Hann mun þó leika sinn síðasta leik fyrir félagið, í bili, í dag er liðið fær Eyjamenn í heimsókn til Ólafsvíkur.

Ekki er þetta til að bæta ástandið í Ólafsvík þar sem mikið hefur gengið á eftir að Jón Páll Pálmason var rekinn og Guðjón Þórðarson tók við.

Emir Dokara, fyrirliði liðsins, var m.a. sendur í tímabundið leyfi en Ólsarar eru í 10. sætinu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×