Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 12:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. Sigurður Ingi og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræddu stöðu mála í hagkerfinu og í stjórnmálunum á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar benti Sigurður Ingi á að vinnumarkaðurinn væri í raun að verða tvískiptur. „Annars vegar er hér kaupmáttaraukning þeirra sem eru hér í vinnu, umtalsverð. Og launahækkanir fram í tímann á grundvelli þeirra samninga sem hafa verið gerðir. Á meðan hinn hópurinn sem að stækkar er að fara að missa atvinnuna eða er búið að missa atvinnuna,“ sagði Sigurður Ingi. Horfa þyrfti á vinnumarkaðinn í heild sinni og velti hann þeirri spurning upp hvort þetta væri skynsamleg staða, að þeir sem eru í vinnu haldi áfram að fá launahækkanir í mikilli kreppu, á meðan þeir sem missi vinnunna missi af lestinni. Hlusta má á viðtalið við Sigurð Inga og Loga hér að neðan, en farið var yfir ansi víðan völl. „Er það til að mynda að skynsamlegt að halda bara svona áfram eins og ekkert hafi í skorist þrátt fyrir 100 ára kreppu eða væri kannski skynsamlegra að segja: Eigum við að fresta öllum hækkunum?“ Þáttastjórnandi greip þá orðið af Sigurði Inga og spurði hvað hann væri að meina. „Eigum við að lengja alla samninga, alla kjarasamninga þannig að þeir sem eru á vinnumarkaðnum taki þátt í að búa til meiri möguleika að búa til störf fyrir þá sem hafa misst atvinunna? Er það kannski hin skymsamlega nálgun? Ég er á því ef að allur, og þá er ég ekki bara að tala um almenna markaðinn, þetta þarf þá að gerast líka á opinbera markaðinn ekki síður,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin hefði ákveðið að ekki ætti að fara í skattahækkanir og ekki ætti að fara í niðurskurð, sem þýddi að störf þeirra sem væru á opinbera markaðinum væru tiltölulega örugg, á meðan störfin á almenna markaðinum væri í meiri hættu. „Ég hef bara sagt, eigum við ekki að horfa á þetta sem eina heild. Væri ekki skynsamlegast að hreinlega framlengja alla samninga um eitt ár, taka eitt ár í pásu á meðan við erum að komast í gegnum þetta.“ Þannig að engar kauphækkanir í eitt ár svo ég skilji þig rétt? „Ég er bara að varpa þessu fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira