Golf

Ólafía á meðal tuttugu efstu í móti um helgina | Guðrún Brá náði í gegnum niðurskurðinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði vel um helgina.
Ólafía Þórunn spilaði vel um helgina. getty/Jorge Lemus

Tip­sport Czech Ladies Open-mót­inu lauk í dag en mótið er hluti af LET, Evróputúr kvenna í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir voru á meðal þátttakenda í mótinu.

Ólafía Þórunn endaði í 20. sæti, jöfn fimm öðrum kylfingum, á samtals fimm höggum undir pari. Hún lék fyrsta hringinn á fimm undir, næsta á tveimur yfir og þriðja og síðasta hringinn á tveimur höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn sem var eftir hringinn í gær. Á lokahringnum í dag spilaði hún á einu höggi yfir pari og spilaði hún samtals á þremur höggum yfir pari í mótinu og endaði í 57. sæti. 

Emily Kristine Pedersen frá Danmörku vann mótið á sautján höggum undir pari, fjórum höggum betra skori en næsti kylfingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×