Lífið

Aldrei fleiri „lækað“ tíst

Sylvía Hall skrifar
Í færslunni var tilkynnt um andlát leikarans Chadwick Boseman.
Í færslunni var tilkynnt um andlát leikarans Chadwick Boseman. Skjáskot

Færslan þar sem tilkynnt var um andlát leikarans Chadwick Boseman er nú orðin sú mest „lækaða“ í sögu samfélagsmiðilsins Twitter. Þetta tilkynnti Twitter á opinberum aðgangi sínum í dag, en þegar þetta er skrifað hafa rétt rúmlega sjö milljónir notenda ýtt á hjartalagaða hnappinn.

„Mest „lækaða“ tíst sögunnar. Virðingarvottur sem sæmir kóngi,“ er skrifað á opinberri síðu Twitter þar sem færslunni er deilt.

Boseman lést á föstudag eftir fjögurra ára baráttu við ristilkrabbamein, aðeins 43 ára að aldri. Tíðindin voru harmafregn fyrir marga, en leikarinn hafði aldrei rætt veikindin opinberlega.

Sú færsla sem hefur fengið næst flestu lækin er færsla Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá árinu 2017. Í færslunni birtir Obama mynd af sér ræða við börn við glugga með skilaboðum um að enginn fæðist með hatur í garð annarra vegna uppruna þeirra. Færslan hefur fengið um 4,3 milljónir læka.


Tengdar fréttir

Hafði ekki hugmynd um veikindi Boseman

Leikstjórinn Spike Lee lýsir leikaranum Chadwick Boseman sem stríðsmanni sem gaf sig allan í þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur.

LeBron segir 2020 versta ár sem hann hefur upplifað

Árið í ár hefur verið sérstakt fyrir körfuboltamanninn LeBron James fyrir margar sakir. Í byrjun árs féll góður vinur hans frá, körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant, eftir þyrluslys.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.