Ólafía tók stórt stökk á heimslistanum Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2020 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir glaðbeitt á mótinu í Tékklandi. MYND/LET/TRISTAN JONES Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira