Vilt þú fjárfesta í vopnasölu og mansali? Alma Hafsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:30 Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef margoft spurt sjálfa mig hvernig forsvarsmenn góðagerðasamtaka og háskóla réttlæti fyrir sér að starfsemin græði á spilakössum. Hvaða málefni telja þeir svo mikilvægt að engar aðrar leiðir séu færar og hvaða neyð er svo stór að rekstur spilakassa sé siðferðislega réttlætanleg? Lengi hefur verið vitað að eina fólkið sem spilar í þessum spilakössum eru spilafíklar sem misst hafa tökin og eru ekki að leggja góðgerðamálum lið af fúsum og frjálsum vilja, heldur eru þetta fíklar sem í raun eru að berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Þeir vilja ekki vera þarna í margar klukkustundir á dag og mata spilakassana með öllu sínu lífsviðurværi. Hvað fær formenn og forstjóra þessara góðgerðamála til að birtast opinberlega og réttlæta þessa fjáröflun? Af hverju þurfa forsvarsmenn þessara stofnana yfir höfuð að réttlæta spilakassarekstur sinn? Ef skaðinn er enginn? Af hverju mæta formenn þessara góðgerðasamtaka ekki með rannsóknir og kannanir uppi í erminni sem sýna fram á jákvæðar, heilsufarslega og samfélagslega bætandi áhrif þess að spila í spilakössum þeirra öllum stundum fyrir allt sem einstaklingurinn á? Er ekki líka stórundarlegt að góðagerðasamtök, björgunarsveit og meðferðarstofnun séu með almannatengil í vinnu við að skrifa fréttir og svara fyrir slíka fjáröflun? Getum við ekki gert þá kröfu að góðgerðasamtök og háskóli stundi eingöngu fjáröflun sem ekki þarf réttlætingar við, sem er ekki í besta falli siðferðislega vafasöm? En gleymum því ekki að ábyrgðin liggur ekki einvörðungu hjá formönnum þessara samtaka heldur stjórna þeirra. Að sitja í stjórn Rauða krossins, Landsbjargar og SÁÁ er ekki bera eitthvað kúl sem lítur vel út á ferilskrá, heldur er ábyrgðin gríðarlega mikil, sér í lagi þegar kemur að því að ákveða með hvaða hætti fjármuna skuli aflað. Nú má vel vera að innan stjórna þessarra samtaka sitji fólk sem vill ekki afla fjár með spilakössum en það er bara ekki nóg að vilja eða hugsa – það þarf að framkvæma. Með því að framkvæma ekki er þetta fólk að taka afstöðu með græðgi,siðleysi og ábyrgðarleysi. Fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja góðgerðasamtökin eru einnig að taka afstöðu. Við heyrum reglulega að fyrirtæki og stofnanir setji sér siðareglur. Innan fjárfestingastefnu lífeyrissjóða okkar gildir til dæmis sú regla að ekki skuli fjárfest í fyrirtækjum sem framleiða eða selja vopn. Af hverju? Vegna þess að það er siðferðislega rangt. Við sem samfélag státum af friði og því að hér er enginn her. Fæst okkar væru til í að samþykkja slíka fjárfestingu, jafnvel þó hún skilaði okkur betri ávöxtun. Það sama ætti að gilda um starfsemi sem bókstaflega rústar lífi fólks og heilu fjölskyldnanna. Og hvað þá fyrir góðgerðasamtök, sem eftir orðanna hljóðan ættu aðeins að státa af góðum gjörðum. Ýmsir, þar á meðal forsvarsmenn umræddra góðgerðasamtaka, beita iðulega fyrir sér þeim rökum að einhvers staðar frá þurfi peningarnir að koma. Hvers konar réttlæting er það? Ef þau rök eru tekin gild má réttlæta hvaða tegund fjáröflunar sem er. Værir þú tilbúinn að styrkja samtök sem öfluðu fjár með mansali, vopnasölu eða vændi? Af því einhvers staðar frá verða peningarnir að koma! Við svona spurningu myndu þeir sem beita fyrir sig ofangreindum rökum gjarnan segja: “Já en, þetta er löglegt. Mansal, vopnasala og vændi eru það ekki”. Þá vil ég minna á að það sama gilti um fjárhættuspil þegar meint leyfi fyrir spilakössum var veitt Rauða krossinum, Landsbjörg, SÁÁ og Happdrætti Háskóla Íslands. Það er í raun enn svo, sbr. 183 gr. hegningalaga sem leggur blátt bann við fjárhættuspilum og veðmálum. Leyfi sem góðagerðasamtökum þessum var veitt með lögum árið 1994 er fyrir rekstri söfnunarkassa og happdrættisvéla, ekki þeirri fjárhættuspilastarfsemi sem spilakassar eru. Þar og í umfjöllun um frumvarpið er lýst fjáröflun sem á lítið skylt við spilakassana sem starfræktir eru í dag Þú kannt að spyrja: “Hvað eru þá söfnunarkassar og happdrættisvélar?” Það er von þú spyrjir. Hingað til hefur enginn getað svarað þeirri spurningu. Peningum fylgir ábyrgð og þegar almenningur í landinu leggur til peninga til góðgerðamála hljótum við að gera þá kröfu að ekki sé verið að svipta fólk lífsgæðum, jafnvel lífinu sjálfu og að slík samtök séu ekki að skapa slíka eymd og skaða og sýnt hefur verið fram á að spilakassar eru valdir að. Ert þú eða fyrirtæki sem þú ert í forsvari fyrir að styðja við slík góðgerðasamtök? Eða vilt þú gera þá sjálfsögðu kröfu að góðgerðasamtökin sem þú styrkir standi undir nafni og stundi aðeins góðar gjörðir? Höfundur starfar sem fíkni og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar