Lífið

Klifurgarpar birta magnþrungið myndband frá Hraundranga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð erfitt klifur sem tekið var í tveimur köflum.
Nokkuð erfitt klifur sem tekið var í tveimur köflum.

Þeir Haraldur Örn Ólafsson, Erlendur Pálsson og Björn Davíð Þorsteinsson í Fjallafélaginu klifu Hraundranga 27. ágúst.

Dranginn er á milli Öxnadals og Hörgárdals og hæð hans er 1075 metrar yfir sjávarmáli. Í gær kom út myndband af ferð þeirra félaga á YouTube og má með sanni segja að myndbandið sé magnþrungið og sýnir leið þeirra félaga vel og vandlega upp.

Klifrið er um 70 metrar og var farið í tveimur spönnum en Hraundragi er fyrirmynd Hallgrímskirkju.

Erlendur Pálsson ræddi við blaðamann Vísis á síðasta ári þar sem hann ræddi um þegar æxli á stærð við golfkúlu var fjarlægt úr höfði hans.

Hann lét það áfall ekki stöðva sig og lét draum sinn rætast eftir erfið veikindi. Erlendur fór upp fjallið Ama Dablam.

Hér að neðan má sjá myndbandið af ferð þremenningana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.