Biður fólk að anda rólega varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir meiri bjartsýni ríkja nú en áður um það að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 komi á markað á fyrri hluta næsta árs. Hann biður fólk hins vegar „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefnið og bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við faraldrinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en miklar vonir eru bundnar við þróun bóluefnis gegn veirunni um allan heim. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu í gær að það hversu djúp og löng efnahagskreppan hér á landi verður velti á því hversu fljótt bóluefni líti dagsins ljós. Vanalega tekur það um 10 til 15 ár að þróa bóluefni áður en það kemur á markað en nú er allt kapp lagt á að koma bóluefni á markað á næsta ári. „Ætli það séu ekki 100 til 200 framleiðendur sem eru að reyna að búa til bóluefni og af þeim eru kannski 10 til 15 sem eru komnir eitthvað áleiðis. Það eru bóluefnaframleiðendur sem eru mjög bjartsýnir á það að þeir geti byrjað að framleiða bóluefni núna upp úr áramótum og á næsta ári hafi þeim kannski tekist að framleiða billjónir skammta af bóluefni,“ sagði Þórólfur. Það ætti hins vegar eftir að koma niðurstöður úr rannsóknum á bóluefnunum. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Allir væru að leggjast á eitt við það að flýta þessu eins og hægt væri en Þórólfur benti á að við myndum ekki vilja fara í það bólusetja kannski alla þjóðina en standa síðan uppi með fullt af alvarlegum aukaverkunum. Aðspurður hvað þá bara hægt að flýta sér svo og svo mikið í þessum efnum sagði Þórólfur: „Maður þarf allavega að reyna að gera þetta eins vel og hægt er og segja með eins mikilli vissu og mögulegt er það hafa ekki komið alvarlegar aukaverkanir af völdum þessa bóluefnis. En þær geta átt eftir að koma í ljós vegna þess að kannski ein alvarleg aukaverkun af nokkur hundruð þúsunda, þær koma ólíklegar fram ef það eru rannsakaðir nokkrir tugir þúsunda.“ Hann bætti við að hann væri ekki að segja þetta til þess að vera neikvæður eða svartsýnn á bóluefni. „Ég bara bið menn aðeins að halda andanum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur líka sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við þessum faraldri. Menn tala svolítið þvers og kruss en það er meiri bjartsýni núna að bóluefni komi á markaðinn fyrri hluta árs og við Íslendingar erum að reyna að tryggja okkur forkaupsrétt á svona bóluefni þegar til kastanna kemur. Við erum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnuna og Norðurlandaþjóðirnar þannig að við erum að gera allt sem við getum til að vera með í þessum leik.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir meiri bjartsýni ríkja nú en áður um það að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 komi á markað á fyrri hluta næsta árs. Hann biður fólk hins vegar „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefnið og bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við faraldrinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en miklar vonir eru bundnar við þróun bóluefnis gegn veirunni um allan heim. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu í gær að það hversu djúp og löng efnahagskreppan hér á landi verður velti á því hversu fljótt bóluefni líti dagsins ljós. Vanalega tekur það um 10 til 15 ár að þróa bóluefni áður en það kemur á markað en nú er allt kapp lagt á að koma bóluefni á markað á næsta ári. „Ætli það séu ekki 100 til 200 framleiðendur sem eru að reyna að búa til bóluefni og af þeim eru kannski 10 til 15 sem eru komnir eitthvað áleiðis. Það eru bóluefnaframleiðendur sem eru mjög bjartsýnir á það að þeir geti byrjað að framleiða bóluefni núna upp úr áramótum og á næsta ári hafi þeim kannski tekist að framleiða billjónir skammta af bóluefni,“ sagði Þórólfur. Það ætti hins vegar eftir að koma niðurstöður úr rannsóknum á bóluefnunum. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Allir væru að leggjast á eitt við það að flýta þessu eins og hægt væri en Þórólfur benti á að við myndum ekki vilja fara í það bólusetja kannski alla þjóðina en standa síðan uppi með fullt af alvarlegum aukaverkunum. Aðspurður hvað þá bara hægt að flýta sér svo og svo mikið í þessum efnum sagði Þórólfur: „Maður þarf allavega að reyna að gera þetta eins vel og hægt er og segja með eins mikilli vissu og mögulegt er það hafa ekki komið alvarlegar aukaverkanir af völdum þessa bóluefnis. En þær geta átt eftir að koma í ljós vegna þess að kannski ein alvarleg aukaverkun af nokkur hundruð þúsunda, þær koma ólíklegar fram ef það eru rannsakaðir nokkrir tugir þúsunda.“ Hann bætti við að hann væri ekki að segja þetta til þess að vera neikvæður eða svartsýnn á bóluefni. „Ég bara bið menn aðeins að halda andanum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur líka sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við þessum faraldri. Menn tala svolítið þvers og kruss en það er meiri bjartsýni núna að bóluefni komi á markaðinn fyrri hluta árs og við Íslendingar erum að reyna að tryggja okkur forkaupsrétt á svona bóluefni þegar til kastanna kemur. Við erum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnuna og Norðurlandaþjóðirnar þannig að við erum að gera allt sem við getum til að vera með í þessum leik.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00
Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09