Biður fólk að anda rólega varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir meiri bjartsýni ríkja nú en áður um það að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 komi á markað á fyrri hluta næsta árs. Hann biður fólk hins vegar „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefnið og bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við faraldrinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en miklar vonir eru bundnar við þróun bóluefnis gegn veirunni um allan heim. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu í gær að það hversu djúp og löng efnahagskreppan hér á landi verður velti á því hversu fljótt bóluefni líti dagsins ljós. Vanalega tekur það um 10 til 15 ár að þróa bóluefni áður en það kemur á markað en nú er allt kapp lagt á að koma bóluefni á markað á næsta ári. „Ætli það séu ekki 100 til 200 framleiðendur sem eru að reyna að búa til bóluefni og af þeim eru kannski 10 til 15 sem eru komnir eitthvað áleiðis. Það eru bóluefnaframleiðendur sem eru mjög bjartsýnir á það að þeir geti byrjað að framleiða bóluefni núna upp úr áramótum og á næsta ári hafi þeim kannski tekist að framleiða billjónir skammta af bóluefni,“ sagði Þórólfur. Það ætti hins vegar eftir að koma niðurstöður úr rannsóknum á bóluefnunum. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Allir væru að leggjast á eitt við það að flýta þessu eins og hægt væri en Þórólfur benti á að við myndum ekki vilja fara í það bólusetja kannski alla þjóðina en standa síðan uppi með fullt af alvarlegum aukaverkunum. Aðspurður hvað þá bara hægt að flýta sér svo og svo mikið í þessum efnum sagði Þórólfur: „Maður þarf allavega að reyna að gera þetta eins vel og hægt er og segja með eins mikilli vissu og mögulegt er það hafa ekki komið alvarlegar aukaverkanir af völdum þessa bóluefnis. En þær geta átt eftir að koma í ljós vegna þess að kannski ein alvarleg aukaverkun af nokkur hundruð þúsunda, þær koma ólíklegar fram ef það eru rannsakaðir nokkrir tugir þúsunda.“ Hann bætti við að hann væri ekki að segja þetta til þess að vera neikvæður eða svartsýnn á bóluefni. „Ég bara bið menn aðeins að halda andanum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur líka sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við þessum faraldri. Menn tala svolítið þvers og kruss en það er meiri bjartsýni núna að bóluefni komi á markaðinn fyrri hluta árs og við Íslendingar erum að reyna að tryggja okkur forkaupsrétt á svona bóluefni þegar til kastanna kemur. Við erum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnuna og Norðurlandaþjóðirnar þannig að við erum að gera allt sem við getum til að vera með í þessum leik.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir meiri bjartsýni ríkja nú en áður um það að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 komi á markað á fyrri hluta næsta árs. Hann biður fólk hins vegar „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefnið og bendir á að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við faraldrinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun en miklar vonir eru bundnar við þróun bóluefnis gegn veirunni um allan heim. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, sagði til að mynda í viðtali við fréttastofu í gær að það hversu djúp og löng efnahagskreppan hér á landi verður velti á því hversu fljótt bóluefni líti dagsins ljós. Vanalega tekur það um 10 til 15 ár að þróa bóluefni áður en það kemur á markað en nú er allt kapp lagt á að koma bóluefni á markað á næsta ári. „Ætli það séu ekki 100 til 200 framleiðendur sem eru að reyna að búa til bóluefni og af þeim eru kannski 10 til 15 sem eru komnir eitthvað áleiðis. Það eru bóluefnaframleiðendur sem eru mjög bjartsýnir á það að þeir geti byrjað að framleiða bóluefni núna upp úr áramótum og á næsta ári hafi þeim kannski tekist að framleiða billjónir skammta af bóluefni,“ sagði Þórólfur. Það ætti hins vegar eftir að koma niðurstöður úr rannsóknum á bóluefnunum. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Allir væru að leggjast á eitt við það að flýta þessu eins og hægt væri en Þórólfur benti á að við myndum ekki vilja fara í það bólusetja kannski alla þjóðina en standa síðan uppi með fullt af alvarlegum aukaverkunum. Aðspurður hvað þá bara hægt að flýta sér svo og svo mikið í þessum efnum sagði Þórólfur: „Maður þarf allavega að reyna að gera þetta eins vel og hægt er og segja með eins mikilli vissu og mögulegt er það hafa ekki komið alvarlegar aukaverkanir af völdum þessa bóluefnis. En þær geta átt eftir að koma í ljós vegna þess að kannski ein alvarleg aukaverkun af nokkur hundruð þúsunda, þær koma ólíklegar fram ef það eru rannsakaðir nokkrir tugir þúsunda.“ Hann bætti við að hann væri ekki að segja þetta til þess að vera neikvæður eða svartsýnn á bóluefni. „Ég bara bið menn aðeins að halda andanum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur líka sagt að bóluefni sé ekki svarið eða lausnin við þessum faraldri. Menn tala svolítið þvers og kruss en það er meiri bjartsýni núna að bóluefni komi á markaðinn fyrri hluta árs og við Íslendingar erum að reyna að tryggja okkur forkaupsrétt á svona bóluefni þegar til kastanna kemur. Við erum í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnuna og Norðurlandaþjóðirnar þannig að við erum að gera allt sem við getum til að vera með í þessum leik.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00
Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09