Garðaklaufhalinn orðinn landlægur: „Búið ykkur undir haustið!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:52 Garðahlaufhalinn gerir mönnum ekki mein en hann er auðþekktur frá öðrum skordýrum hér á landi að því er segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Getty/Andrea Innocenti Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Dýr Skordýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar.
Dýr Skordýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira