Selfossstelpurnar hafa ekki tapað bikarleik í 26 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 14:00 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Elín Metta Jensen í baráttu um boltann í leik liðanna í Meistaradeildinni í byrjun sumars. Vísir/HAG 29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
29. júní 2018 var svekkjandi föstudagskvöld fyrir kvennalið Selfoss þegar þær féllu út bikarnum. Þær hafa hins vegar ekki tapað bikarleik síðan og titilvörn bikarmeistaranna heldur áfram í dag. Bikarmeistarar Selfoss tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í dag í stórleik átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. Selfoss hjálpaði Valsliðinu á dögunum með því að vera fyrsta liðið til bæði að skora hjá og að vinna Breiðablik. Valsliðið komst fyrir vikið upp í toppsætið en Blikarnir eiga samt enn leiki inni. Selfossliðið ætlar sér mikið í sumar eftir sigurinn í bikarinn í fyrra en hefur ekki alveg staðið undir því. Liðið sýndi þó styrk sinn með sigrinum á Blikum á dögunum. Selfossliðið hefur ekki tapað bikarleik í meira en 26 mánuði eða síðan að Stjarnan sló liðið út í dramatískum leik í júnílok 2018. Selfoss var 2-1 yfir í leiknum þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af framlengingunni en Harpa Þorsteinsdóttir tryggði Stjörnunni vítakeppni með því að jafna metin á 118. mínútu. Selfossliðið var búið að vera manni færra frá 62. mínútu leiksins og var svo nálægt því að landa sigri. Harpa skoraði tvívegis í leiknum sjálfur og skoraði síðan úr úrslitaspyrnunni í vítakeppninni sem Starman vann 5-4. Við hlökkum til að hefja þetta fótboltasumar! #mjólkurbikarinn pic.twitter.com/ieAlrOay1l— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) May 21, 2020 Selfoss hefur síðan spilað fimm bikarleiki og unnið þá alla þar af 3-0 sigur á Stjörnunni í sextán liða úrslitum. Selfoss hefur hefnt fyrir bikartapið 2018 með því að slá Garðbæinga út úr bikarnum tvö ár í röð. Valsliðið hefur ekki komist í bikarúrslitaleikinn í átta ár og datt út í átta liða úrslitunum í fyrra. Það er ljóst að Íslandsmeistararnir ætla sér að komast lengra í ár. Valur og Selfoss áttu að vera búin að mætast í Pepsi Max deildinni í sumar en leik liðsins var frestað til 9. september. Það þýðir að liðin mætast nú tvisvar á tæpri viku og fara báðir leikirnir fram á Selfossi. Liðin mættust aftur á móti í Meistarakeppni KSÍ rétt fyrir mót og þar vann Selfossliðið 2-1 endurkomusigur. Elín Metta Jensen kom Val í 1-0 í fyrri hálfleik en mörk frá Tiffany MCCarty og Önnu Maríu Friðgeirsdóttur í seinni hálfleik tryggðu Selfossliðinu sigurinn. Síðustu tveir bikarleikir Selfoss og Vals hafa verið með fjörugir en þeir enduðu báðir með 3-2 sigri heimastúlkna í Selfossliðinu. Selfoss vann 3-2 í sextán liða úrslitum 2016 og 3-2 í undanúrslitunum 2015. Valur komst í 2-0 í leiknum 2016 (Elín Metta Jensen og Margrét Lára Viðarsdóttir) en tvö mörk frá Lauren Elizabeth Hughes og sigurmark Heiðdísar Lillýardóttur komu Selfossliðinu áfram. Valur líka 2-0 yfir í leiknum 2015 (Elín Metta Jensen og Lilja Dögg Valþórsdóttir) en þá voru það mörk frá Thelmu Björk Einarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur sem tryggðu Selfossi sæti í bikarúrslitaleiknum. Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma verður leikur FH og KR aýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira