Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 09:00 Ekki er að sjá nein kreppumerki í búðum, þar er rífandi gangur og Íslendingar versla nánast eins og enginn sé morgundagurinn. „Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira