WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2020 15:04 Sjálfboðalioði tekur þátt í prófunum fyrir bóluefni í Bandaríkjunum. AP/Hans Pennink Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast ekki búast við umfangsmiklum bólusetningum fyrr en um mitt ár 2021. Þeir ítreka nauðsyn þess að kanna skilvirkni og öryggi bóluefna ítarlega. Talskona stofnunarinnar segir að ekkert þeirra bóluefna sem eru langt komin í þróunarferli hafi sýnt fram á minnst 50 prósenta skilvirkni, eins og WHO sækist eftir. Vísindamenn víða um heim virðast stytta sér leið í þróun bóluefna. Rússar tilkynntu til að mynda nýverið að þeir væru byrjaðir að taka nýtt bóluefni í notkun eftir að hafa prófað það á tiltölulega fáum mönnum í aðeins tvo mánuði. Sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Vanalega tekur það tíu til 15 ár að þróa bóluefni. Metið á bóluefnið við hettusótt. Það var þróað á um það bil fjórum árum. Breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca segist langt komið með bóluefni sem unnið er af vísindamönnum við Oxford-háskóla.Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Þá hafa embættismenn í Bandaríkjunum einnig lýst því að þar gæti bóluefni verið komið í almenna notkun í október. Þær yfirlýsingar þykja þó anga af pólitík en faraldur nýju kórónuveirunnar mun spila stóra rullu í forstakosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember. Margaret Harris, talskona WHO, sagði á blaðamannafundi í dag að stofnunin byggist ekki við almennri bólusetningu fyrr en um mitt næsta ár. Án þess að nefna sérstakt bóluefni sagði hún nauðsynlegt að prófa bóluefni vel áður en þau væru tekin í notkun. Bæði til að tryggja að þau veiti þá vörn gegn Covid-19 sem þau eiga að veita og að þau valdi ekki aukaverkunum eins og mögulega langvarandi heilsukvillum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk dragi aðeins andann varðandi bið eftir bóluefni.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á dögunum að fólk ætti „aðeins að halda andanum“ varðandi bóluefni. „Það þarf að rannsaka tugir þúsunda manna áður en hægt er að markaðssetja bóluefni, menn þurfa bara að sjá niðurstöðuna úr því, eru þetta örugg bóluefni, eru einhverjar aukaverkanir af því, virkar þetta hjá ungu fólki, hjá eldri einstaklingum, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma og svo framvegis. Þetta vita menn bara ekki núna en menn eru bjartsýnir og bjartsýnni en þeir voru,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00 Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Um átta prósent þeirra sem leitað hafa á einkarekna rannsóknarstofu hafa greinst með mótefni við Covid19. 30. ágúst 2020 21:00
Gera ráð fyrir að þurfa 550 þúsund skammta af bóluefni hér á landi Gert er ráð fyrir að hér á landi þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni gegn Covid-19. Er þá miðað við að bólusetja um 75 prósent þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar. 28. ágúst 2020 17:48