Áki Pétursson eða DJ Áki Pain hefur þeytt skífum í rúman aldarfjórðung hið minnsta og er hvergi nærri hættur.
Föstudagslagalisti hans er danspartílisti sem hann uppfærir reglulega og má nálgast útgáfu hans sem er í stöðugri uppfærslu hér.
Listinn er að sögn Áka blanda af dans, house og góðu grúvi.
Hann hefur alltaf nákvæmlega hundrað lög á listanum og þegar hann bætir við lögum tekur hann jafnmörg út á móti. „Sumir hafa reyndar kvartað yfir því að uppáhaldslagið þeirra sé farið,“ segir Áki.
„Fólk hefur í gegnum tíðina beðið mig um að setja saman playlista fyrir hin ýmsu tækifæri, hvort sem það er fyrir partý eða til að hlusta á við hlaupin eða í ræktinni, svo það er alltaf gott að geta bent á þennan lista.“
Hér að neðan má heyra núverandi hundrað lögin á lista Áka.