Krefjast þess að Rússar upplýsi um taugaeitursáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 18:05 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lýsti tilræðinu gegn Navalní sem hryllilegri árás. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) krefst þess að rússnesk stjórnvöld veiti alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að upplýsingum um taugaeitrið novichok sem talið er að hafi verið notað til að eitra fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Aðildarríkin segir hann sameinuð í að fordæma tilræðið. Þýsk stjórnvöld greindu frá því í vikunni að leifar af taugaeitrinu novichok hefði fundist í líkama Navalní sem liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi þar. Navalní kenndi sér meins í flugferð frá Síberíu til Moskvu í síðasta mánuði og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Rússnesk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir það og neitað að rannsaka veikindi hans sem sakamál. Novichok var einnig notað til þess að eitra fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi skipað fyrir um tilræðið við Skrípal sem komst lífs af. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, fullyrti eftir neyðarfund í dag að það væri hafið yfir allan vafa að Navalní hafi verið byrlað novichok, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum. Rússar yrðu að veita Efnavopnastofnun Sameinuðu þjóðanna (OPCW) fulla samvinnu við óháða alþjóðlega rannsókn. „Við krefjum Rússa einnig um að veita OPCW allar upplýsingar um novichok-áætlun sína,“ sagði Stoltenberg en kröfum hans var tekið fálega á meðal rússneskra þingmanna. Navalní hefur verið einn ötulasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi undanfarin ár og rekið stofnun gegn spillingu. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Pútín. Yfirvöld meinuðu honum að bjóða sig fram gegn Pútín árið 2018 vegna fjársvikadóms sem Navalní segir að hafi átt sér pólitískar rætur.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland NATO Tengdar fréttir Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28 Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. 3. september 2020 13:28
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04