Skagamaður fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn á haugunum Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 12:25 Bergur var í ferð á endurvinnslustöðina Gámu á Akranesi þegar hann fann sinn gamla vin. Bergur Líndal Guðnason Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr. Akranes Grín og gaman Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr.
Akranes Grín og gaman Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira