Íslenski boltinn

FC Ísland skoraði á Úrvalslið Akureyrar til styrktar minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar

Ísak Hallmundarson skrifar

FC Ísland heldur ferð sinni um Ísland áfram og skorar nú á Úrvalslið Akureyrar. Leikurinn er spilaður til styrktar Minningarsjóðs Baldvins Rúnarssonar.

„Minningarsjóður Baldvins var stofnaður við andlát hans fyrir rúmlega ári síðan. Það var svona hugmynd sem kom upp að halda minningunni á lofti. Hann var 25 ára þegar hann dó og ótrúlegur karakter, átti helling af vinum út um allt land,“ sagði Ragnheiður Jakobsdóttir, móðir Baldvins.

Baldvin Rúnarsson var mikill íþróttamaður og lék með öllum yngri flokkum Þórs auk þess að spila með Magna í meistaraflokki sumarið 2014. Hann lék knattspyrnu þar til veikindin fóru að herja á hann, en þá fór hann í að þjálfa hjá yngri flokkum Þórs, en hann lést fyrir rúmu ári síðan eftir langa baráttu við illkynja æxli í heila.

„Minningarsjóðurinn hefur svolítið lagt upp með það að styrkja það sem er í okkar nærumhverfi. Við styrktum Kraft aðeins í byrjun og teymi hjúkrunarkvenna sem sér um krabbameinssjúklinga á Akureyri og nýjasta verkefnið er að við stofnuðum Heilsueflingarsjóð Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, sem á að greiða líkamsræktarkort fyrir krabbameinsgreinda,“ sagði Ragnheiður.

Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar:

Reikningsnúmer: 0565-14-603603

Kennitala: 670619-0950




Fleiri fréttir

Sjá meira


×