Áttatíu prósent atvinnuleysi hjá flóttamönnum með dvalarleyfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2020 21:28 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“ Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Atvinnuleysi meðal flóttamanna sem hafa fengið dvalarleyfi á árinu er um áttatíu prósent. Vinnumálastofnun hefur ekki getað sinnt hópnum síðustu mánuði en forstjórinn segir það standa til bóta. Af 700 flóttamönnum sem hafa fengið dvalarleyfi hér síðustu 20 mánuði voru 230 í atvinnuleiti í fyrra og 270 á þessu ári. Flestir eru enn þá án atvinnu eða um átta af hverjum tíu á þessu ári. Atvinnuleysi á landinu öllu er nú 9% og af þeim sem eru án vinnu og þiggja atvinnuleysisbætur eru 40% erlendir ríkisborgarar, flestir Pólverjar. „Það hefur legið algjörlega niðri vinnumiðlun og ráðgjöf til þeirra sem eru að leita sér að vinnu. Við höfum haft alveg fullt að gera við að afgreiða umsóknir og koma framfærslu til fólksins,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Það hefur sjaldan eða aldrei verið jafnmikið að gera hjá Vinnumálastofnun og síðustu mánuði og starfsfólk hefur jafnvel ekki getað sinnt hefðbundnum verkefnum. En það stendur til bóta að sögn forstjórans. „Við ætlum að setja kraft í vinnumiðlun og ráðgjöf við þá sem eru í atvinnuleit. Eins og allir vita þá er ekki mikið framboð á vinnu en þess meira verður þetta kannski námskeið og námstengd úrræði,“ segir Unnur. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Félagsmálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi þegar brugðist við auknum verkefnum stofnunarinnar. „Vinnumálastofnun fékk fjárheimilidir fyrr á þessu ári til að bæta við 30-40 starfsmönnum og eru nú að vinna í að bæta við enn fleiri starfsmönnum. Það hefur ekki skort á fjárveitingar þar,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Þá sé ljóst að ríkið greiði mun hærri fjárhæðir til atvinnuleysistryggingasjóðs en áður. „Á þessu ári munum við greiða út atvinnuleysisbætur fyrir að öllum líkindum milli 70-80 milljarða, sem er um 50 milljörðum meira en á síðasta ári.“
Vinnumarkaður Hælisleitendur Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira