Sennilega orðin „gegnsýrð af veirunni“ í lok rútuferðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 22:33 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Vísir/getty Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ferðamenn sem dvöldu í skíðabænum Ischgl í Austurríki í mars síðastliðnum bera sóttvarnayfirvöldum á svæðinu afar illa söguna. Einn lýsir því að þeir sem ekki hafi þegar verið orðnir smitaðir af kórónuveirunni í rútu á leið út úr bænum í mars, þegar yfirvöld fyrirskipuðu ferðamönnum að yfirgefa svæðið, hafi líklega verið orðnir „gegnsýrðir af veirunni“ í lok bílferðarinnar. Svo slæmt hafi ástandið verið. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska dagblaðsins Guardian um ástandið í smábænum Ischgl fyrstu tvær vikurnar í mars. Yfirvöld í Ischgl hafa þegar vakið heimsathygli fyrir svifasein viðbrögð við faraldrinum á svæðinu. Fjölmargir Íslendingar greindust með veiruna eftir að hafa dvalið í Ischgl í byrjun árs. Svitastorkinn hnappur á barnum Blaðamaður Guardian ræðir við Bretann Charlie Jackson sem fór í skíðaferð til Ischgl með sjö félögum sínum í byrjun mars. Jackson lýsir því m.a. að fyrsta kvöld ferðarinnar hafi þeir vinirnir farið á Niki‘s Stadl, bar í austurhluta bæjarins. Jackson minnist þess sérstaklega að við hliðina á plötusnúð staðarins hafi verið „gríðarstór, rauður hnappur“ sem hefði frekar átt heima í spurningaþætti í sjónvarpssal. Þegar stutt var á hnappinn lækkaði styrkur tónlistarinnar og sírenuhljóð glumdi um staðinn. „Við hljótum að hafa ýtt 50 sinnum á hnappinn þetta kvöld. Þú varðst að ýta á hann með flötum lófanum og í lok kvöldsins var hnappurinn sleipur af svita.“ Jackson fann fyrst fyrir Covid-einkennum 10. mars, þremur dögum eftir heimkomu. Þrír vinir hans úr ferðinni veiktust einnig. Hann kveðst hafa orðið mjög veikur og verið frá vinnu í fjórar vikur. Þórólfur hafði samband Blaðamaður Guardian ræðir einmitt við Íslendinginn Harald Eyvinds Þrastarson, einn 25 Íslendinga sem dvöldu í Ischgl síðustu viku febrúarmánaðar. Sextán úr hópnum greindust með veiruna við komuna til Íslands, að því er segir í umfjöllun Guardian. Strax að kvöldi 4. mars hafi „æðsti yfirmaður heilbrigðismála“ á Íslandi látið starfsbróður sinn í Vín vita af smitunum. Þar er að öllum líkindum átt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, sem rætt hefur samskipti sín við heilbrigðisyfirvöld í Austurríki í fjölmiðlum. Þá eru rakin viðbrögð yfirvalda í Ischgl og rekstraraðila á svæðinu við útbreiðslu veirunnar en þau hafa þótt ámælisverð. Lögsókn á hendur yfirvöldum í Tíról er nú í burðarliðnum. Nigel Mallender, viðmælandi Guardian sem dvaldi í Ischgl í mars, er á meðal þeirra sem hyggjast leita réttar síns. „Með því að láta alla yfirgefa svæðið á sama tíma juku þau á vandann. Þeir sem ekki hafa þegar verið orðnir smitaðir í rútunni hafa verið orðið gegnsýrðir af veirunni í lok ferðarinnar,“ segir Mallender um fyrirkomulagið sem viðhaft var þegar ferðamönnum var gert að yfirgefa svæðið í skyndi 13. mars. Fram kemur í umfjöllun Guardian að í það minnsta 28 ferðamenn sem fóru til Ischgl í lok febrúar og byrjun mars hafi látist úr Covid-19. Talið er að þúsundir til viðbótar hafi smitast af veirunni á svæðinu. Umfjöllun Guardian í heild.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira