Kvennahollin gera það gott við Langá Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2020 09:50 Sigrún með stóra hrygnu úr Sveðjurennum í Langá Mynd: SVFR Það er hið minnsta fjögur kvennaholl við Langá hvert síðsumar og veiðin hjá þessum frábæru konum hefur verið virkilega góð. Veiðin hefur í raun verið það góð að það er líklegt að næsta talningarvika verði ein sú besta í sumar. Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26, Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa, síðan kom hjónaholl með 32 laxa og í gær luku Hrygnurnar veiði með 24 laxa. Áinn er í gullfallegu vatni,. laxinn er vel dreifður um ánna og veiðitölurnar hefðu líklega verið mun hærri ef ekki hefði komið til hávaðaroks síðustu fjóra daga. Fjallið í Langá er heitt þessa dagana enda eru um 900 laxar gengnir upp á það svæði í gegnum laxateljarann við Sveðjufoss. Til að gera góða veiði enn betri hefur berjaspretta, þá sérstaklega bláberjasprettann ekki verið betri í sex ár og eru hlíðarnar við bakkann bláar af berjum. Fínt að tína í fötu svona rétt á milli þess að landa laxi. Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði
Það er hið minnsta fjögur kvennaholl við Langá hvert síðsumar og veiðin hjá þessum frábæru konum hefur verið virkilega góð. Veiðin hefur í raun verið það góð að það er líklegt að næsta talningarvika verði ein sú besta í sumar. Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26, Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa, síðan kom hjónaholl með 32 laxa og í gær luku Hrygnurnar veiði með 24 laxa. Áinn er í gullfallegu vatni,. laxinn er vel dreifður um ánna og veiðitölurnar hefðu líklega verið mun hærri ef ekki hefði komið til hávaðaroks síðustu fjóra daga. Fjallið í Langá er heitt þessa dagana enda eru um 900 laxar gengnir upp á það svæði í gegnum laxateljarann við Sveðjufoss. Til að gera góða veiði enn betri hefur berjaspretta, þá sérstaklega bláberjasprettann ekki verið betri í sex ár og eru hlíðarnar við bakkann bláar af berjum. Fínt að tína í fötu svona rétt á milli þess að landa laxi.
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Stóra Laxá komin í 100 laxa Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Stígandi í veiðinni í Jöklu Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði