Golf

Guðmundur Ágúst endaði í fimmta sæti á Opna Norður-Írska

Ísak Hallmundarson skrifar
Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti á Opna Norður-Írska mótinu í golfi.
Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti á Opna Norður-Írska mótinu í golfi. vísir/gva

Guðmundur Ágúst Kristjánsson átti góðu gengi að fagna á Opna Norður-Írska mótinu í golfi, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur lék alla hringina undir pari vallarins, en völlurinn er par 70. Hann lék samtals á níu höggum undir pari og endaði í 5. sæti á mótinu. Lokahringinn í dag lék Guðmundur á 67 höggum, þremur undir pari, þar sem hann fékk fugl á fyrstu holu, örn á 10. holu og par á öllum hinum holunum. 

Bandaríkjamaðurinn Tyler Koivisto vann mótið á 12 höggum undir pari, þremur höggum minna en Guðmundur Ágúst.

Haraldur Franklín Magnús lék samtals á pari í mótinu og endaði í 33. sæti, en á lokahringnum í dag var hann á þremur höggum undir pari líkt og Guðmundur. Andri Þór Björnsson endaði í 48. sæti á samanlagt tveimur höggum yfir pari.

Hér má skoða heildarúrslitin í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×