Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 10:59 Mason Greenwood og Phil Foden héldu upp á fyrsta landsleikinn með því að fá heimsókn á hótel enska landsliðsins. getty/hafliði breiðfjörð Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira