Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2020 10:59 Mason Greenwood og Phil Foden héldu upp á fyrsta landsleikinn með því að fá heimsókn á hótel enska landsliðsins. getty/hafliði breiðfjörð Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira
Ungstirni enska landsliðsins, Mason Greenwood og Phil Foden, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu tvær íslenskar stelpur upp á hótel til sín um helgina. Frá þessu var fyrst greint á 433.is. Leikmennirnir æfðu ekki með landsliðinu á Laugardalsvelli í morgun. Greenwood og Foden léku báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England þegar liðið vann Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni á laugardaginn. „Mjög fokking stressuð“ Strákarnir héldu upp á áfangann með því að bjóða tveimur íslenskum stelpum á Hótel Sögu í Reykjavík sem enska liðið dvelur á. Stelpurnar greindu frá hótelheimsókninni á Snapchat þar sem eftirfarandi samtal fór meðal annars fram: Kona 1: Það er Sunday hjá okkur XXXX og við vorum að bóka hótel. Til að hitta hvern? Kona 2: Mason Greenwood Kona 1: Sem að spilar með Manchester. Og ég er bara eitthvað að fara að joina, gista með henni á hótelinu. How do you feel? Kona 2: Stressuð, mjög fokking stressuð. Í framhaldinu birtu þær stutt myndband sem er greinilega tekið á hótelherberginu þar sem sjá má þá Greenwood og Foden. Ljóst er að Greenwood og Foden gerðust þarna sekir um brot á sóttvarnarreglum. Í landsliðsferðum eiga leikmenn að halda sig mest inni á hótelinu og forðast samskipti við aðra en samherja sína eða starfsfólk landsliðsins. Til samanburðar hefur íslenski landsliðshópurinn haldið sig alveg útaf fyrir sig síðan hann kom saman á mánudag. Leikmenn fá ekki að hitta börn sín eða fara í anddyri hótelsins. Liðið er nú komið til Belgíu þar sem liðið mætir heimamönnum á morgun. Miður sín að myndbandið hefði farið í umferð Stelpurnar ræddu málið við 433.is en gáfu lítið upp. Önnur þeirra sagðist ekki vilja ræða málið til að koma þeim Greenwood og Foden ekki í frekari vandræði. Þær sögðust miður sín yfir því að myndbandið hafi farið í umferð, það hafi aðeins verið hugsað fyrir nána vini. Greenwood, sem er átján ára, er einhleypur en hinn tvítugi Foden er í sambandi og á strák á öðru ári. Englendingar, sem æfðu á Laugardalsvelli í morgun, halda af landi brott seinna í dag og fara til Kaupmannahafnar þar sem þeir mæta Dönum í öðrum leik sínum í Þjóðadeildinni. Greenwood og Foden verða ekki hluti af leikmannahópi Englands en hvorugur æfði með liðinu í morgun. Uppfært: Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðins, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að hann væri meðvitaður um að tveir leikmenn liðsins hefðu brotið sóttvarnareglur. Hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið að svo stöddu.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Sjá meira