Óttast að leiðtogi mótmælenda hafi verið handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 12:20 Vitni segjast hafa séð óþekkta menn stinga Mariu Kolesnikovu upp í smárútu og aka með hana burt í miðborg Minsk í dag. Vísir/EPA Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Vinir Mariu Kolesnikovu, eins leiðtoga mótmælenda í Hvíta-Rússlandi, óttast að yfirvöld hafi tekið hana höndum. Vitni segja að óþekktir menn hafi gripið hana í miðborg Minsk og ekið með hana burt í smárútu í dag. Kolesnikova situr í samhæfingarráði hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar sem var stofnað til að taka þátt í viðræðum við Alexander Lúkasjenkó forseta eftir umdeildar kosningar í síðasta mánuði. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu vegna þess sem margir landsmenn telja umfangsmikil kosningasvik forsetans sem var endurkjörinn með afgerandi meirihluta samkvæmt opinberum úrslitum. Reuters-fréttastofan segir að lögreglan í Minsk rannsaki tilkynningar um hvarf Kolesnikovu. Talið er að um 100.000 manns hafi komið saman í Minsk í gær til að krefjast afsagnar Lúkasjenkó forseta. Innanríkisráðuneytið Hvíta-Rússlands fullyrðir að Kolesnikova hafi ekki verið handtekin, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað og handtekið leiðtoga stjórnarandstöðunnar eftir að mótmælin miklu hófust í ágúst. Saksóknarar hófu þannig sakamálarannsókn á samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Tveir fulltrúar þess voru dæmdir í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli í síðustu viku. Olga Kovalkova, annar fulltrúanna, segir að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og að henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi. Sviatlana Tsikhanouskaya, helsti keppinautur Lúkasjenkó í kosningunum, flúði til Litháen daginn eftir kosningarnar undir þrýstingi frá stjórnvöldum. Hún segir að hvarf Kolesnikovu sé enn ein tilraun ríkisstjórnar Lúkasjenkó til þess að ógna stjórnarandstöðunni. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháens, tekur í sama streng og hvetur til þess að Kolesnikovu verði sleppt þegar í stað.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54